Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.12.2015

16. fundur félagsmálanefndar

16. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 1. desember 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:15.  Mætt: Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista, Jóna S. Sigurbjartsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Svava Júlía Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, nefndarmaður, Æ-lista, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri.  Fundargerð ritar Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1511216 - Sérstakar húsaleigubætur - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
 
2. 1511213 - Sérstakar húsaleigubætur - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
 
3. 1511215 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
 
4. 1511214 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
 
5. 1511212 - Almennar húsaleigubætur - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
 
6. 1511146 - Styrkbeiðni - rekstur Kvennaathvarfsins árið 2016
Félagsmálanefnd samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að fjárhæð 50.000 krónur.
 
7. 1506008 - Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2015
Farið yfir stöðu mála annars vegar í apríl og hins vegar í nóvember á þessu ári. Fjölgað hefur notendum sérstakra húsaleigubóta um 40 en heildarfjárhæðir hafa lækkað um 100.000 krónur frá því að reglum var breytt. Félagsmálanefnd mun skoða stöðuna í apríl á næsta ári.
 
8. 1501120 - Reglur um fjárhagsaðstoð 2015
Frestað til næsta fundar.
 
Erindi til kynningar
9. 1511184 - Ný lög nr. 84/2015 breytingar á eldri lögræðislögum
Lagt fram til kynningar.
 
10. 1511113 - Fundargerðir öldungaráðs Árborgar 2015
Fundargerð fyrsta fundar lögð fram til kynningar. Félagsmálanefnd fagnar stofnun Öldungaráðs.
 
11. 1510031 - Framtíðarþing um farsæla öldrun á Suðurlandi
Framtíðarþing um farsæla öldrun á Suðurlandi var haldið mánudaginn 16. nóvember sl. Þátttaka var mjög góð en um 80 manns tóku þátt. Framtíðarþingið á Suðurlandi er frábrugðið þingunum í Reykjavík og á Akureyri að einu leyti en ósk um að halda þing á Suðurlandi kom frá Landssambandi eldri borgara og félögum eldri borgara á Suðurlandi en í fyrri þingum eru upptökin hjá Öldrunarráði Íslands. Þingið á Suðurlandi var haldið í samvinnu við Öldrunarráð Íslands, Landssamband eldri borgara, Velferðarráðuneytið, Sveitarfélagið Árborg, Hrunamannahrepp, Hveragerðisbæ, Bláskógabyggð, Sveitarfélagið Ölfus, Rangárþing eystra og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Nokkrar vísur voru kveðnar á þinginu og hér er ein: Upplýsingar eigi læt bíða í einfaldleika frá því segi. Best er af öllu að láta sér líða ljómandi vel á hverjum degi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20 Ari B. Thorarensen Jóna S. Sigurbjartsdóttir Þórdís Kristinsdóttir Svava Júlía Jónsdóttir Eyrún Björg Magnúsdóttir Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica