Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.12.2015

16. fundur fræðslunefndar

16. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 10. desember 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, varamaður, B-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Linda Björk Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi kennara, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1511160 - Sérdeild Suðurlands - námskrá 2015-2016 og starfsáætlun
Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, kynnti helstu áherslur í starfi deildarinnar. Fræðslunefnd staðfestir námskrána og starfsáætlunina.
2. 1511158 - Starfsáætlun Sunnulækjarskóla 2015-2016
Starfsáætlunin er annar af tveimur hlutum skólanámskrár. Auk hennar eru námsvísar hvers árgangs hluti af skólanámskránni. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
3. 1512029 - Starfsáætlun Brimvers/Æskukots 2015-2016
Starfsáætlunin er hugsuð sem leiðarvísir að því starfi sem fram fer í leikskólanum. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
4. 1511073 - Sumarlokanir leikskóla 2016
Í ljósi niðurstaðna úr foreldrakönnun, sem var framkvæmd í nóvember 2015, er samþykkt að halda áfram núverandi fyrirkomulagi, þ.e. að loka öllum leikskólum á sama tíma eitt tímabil frá 30. júní 2016 til og með 3. ágúst 2016.
5. 1511171 - Foreldraráð Jötunheima
Í bréfinu, sem er dagsett 9. nóvember 2015, eru m.a. settar fram nokkar spurningar og ábendingar: "Eins og glögglega kom fram í foreldrakönnun sem lögð var fyrir foreldra barna í leikskólum Árborgar í mars 2015 gætir töluverðrar óánægju með sumarleyfislokanir. Foreldraráðið leggur því fram eftirfarandi fyrirspurnir: Hvers vegna eru allir leikskólarnir lokaðir á sama tíma? Af hverju eru þeir lokaðir alltaf sama tímabilið, í júlí, ár eftir ár? Hver eru rökin fyrir því að hafa ekki lengur tvö tímabil lokana eins og var síðast sumarið 2013? Foreldraráð Jötunheima skorar á fræðslunefnd að koma sumarlokunum leikskóla Árborgar í fastar skorður með samfellu í skólastarfi í huga í þeirri von að óánægjuröddum fækki og að sem flestar fjölskyldur geti notið þess að eyða sumarfríinu saman." Í bréfinu er einnig fjallað um bílastæðamál og vitnað í foreldrakönnun í mars 2015 og bent á að þar hafi ítrekað komið fram ábendingar varðandi bílastæðamál Jötunheima. "Það er því einlæg ósk allra þeirra sem koma með einhverjum hætti að starfi leikskólans að bílastæðum verði fjölgað hið fyrsta og bætt úr aðkomu fatlaðra á planinu. Ef það skortir hugmyndir um hvar skuli leggja nýtt plan geta fundarmenn bent á svæðið við hólana austan megin við leikskólann eða taka hluta af lóðinni vestan megin undir bílastæði." Svar fræðslunefndar: Fræðslunefnd þakkar foreldraráði skólans fyrir þær ábendingar og spurningar sem settar eru fram í bréfinu. Á undanförnum árum hefur ákvörðun um lokun leikskólanna verið tekin í kjölfar foreldrakönnunar um sumarlokanir þar sem mikill meirihluti foreldra hefur viljað hafa þetta fyrirkomulag. Júlímánuður hefur verið valinn þar sem sá tími hefur verið aðalsumarleyfistíminn og margir vinnustaðir og stofnanir með skerta starfsemi í þeim mánuði og flestir taka sumarleyfi a.m.k. hluta af mánuðinum. Þá er þetta í samræmi við opnunartíma skólavistunar grunnskólanna. Ábendingum og óskum um bílastæðamálin er vísað til frekari skoðunar hjá umsjónarmanni fasteigna, framkvæmda- og veitustjóra, leikskólastjóra og fræðslustjóra.
6. 1512009 - Verklagsreglur um viðbrögð við vandamálum er varða nemendur í grunnskólum Árborgar
Verklagsreglurnar taka mið af reglugerð (1040/2011) um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Um er að ræða lítils háttar endurskoðun á verklagsreglum frá 2012. Samþykkt samhljóða.
7. 1512023 - Skólareglur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 2015-2016
Fræðslunefnd staðfestir skólareglurnar.
8. 1512018 - Skólareglur Sunnulækjarskóla 2015-2016
Fræðslunefnd staðfestir skólareglurnar.
9. 1512020 - Skólareglur Vallaskóla 2015-2016
Fræðslunefnd staðfestir skólareglurnar.
Erindi til kynningar
10. 1512045 - Samræmd próf 2015
Til kynningar.
11.   1501043 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslustjóra og fræðslustjóra
Fundargerð frá 1. desember 2015 til kynningar.
12. 1501004 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
Til kynningar: - Fundargerð frá 13. nóvember 2015. - Fundargerð frá 1. desember 2015.
13. 1512013 - Forvarnarhópur Árborgar
Til kynningar: - Fundargerð frá 24. nóvember 2015. - Reglur Sveitarfélagsins Árborgar v/skemmtanahalds barna og ungmenna undir 18 ára (des. 2011).
14. 1501045 - Álfheimafréttir
Álheimafréttir í desember 2015 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs fyrir 1. desember 2015.
15. 1511046 - Fréttabréf Árbæjar
Árbæjarfréttir frá desember 2015 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð frá aðalfundi foreldraráðs og foreldrafélags sem var haldinn 9. nóvember 2015.
16. 1512027 - Fréttabréf BES til foreldra
Fréttabréf, dags. 25. nóvember 2015, til kynningar.
17. 1511045 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots
Til kynningar fréttabréf í desember 2015. Þar er m.a. fundargerð foreldráðs frá 27. október 2015.
18. 1503035 - Skólaráð Sunnulækjarskóla 2015
Til kynningar. 35. fundur sem var haldinn 11. nóvember 2015.
19. 1503021 - Skólaráð Vallaskóla 2015
Fundargerð frá 10. nóvember 2015 til kynningar.
20. 1511141 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára
Umsögn félagsþjónustu og fræðslusviðs, dags. 2. desember 2015, til kynningar.
21. 1512007 - Kirkjuheimsóknir og samskipti skóla og trúfélaga
Bréf frá Siðmennt, dags. 1. desember 2015, til kynningar. Fræðslustjóri sendi bréfritara þær reglur sem hafa verið samþykktar í Árborg um samskipti skóla og trúfélaga. Guðrún Þóranna þurfti að fara af fundi kl. 18:40.
22. 1508058 - Þjóðarsáttmáli um læsi
Tilkynning frá teymisstjóra læsisteymis Menntamálastofnunar, dags. 2. desember 2015, til kynningar.
23. 1511119 - 18. nóvember - dagur helgaður vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi
Kynningarbréf, dags. 13. nóvember 2015, lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Guðrún Þóranna Jónsdóttir   Guðbjartur Ólason
Ingibjörg Stefánsdóttir   Málfríður Erna Samúelsd.
Linda Björk Sigurðardóttir   Brynja Hjörleifsdóttir
Sigríður Pálsdóttir   Þorsteinn Hjartarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica