16. fundur fræðslunefndar
16. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 14. desember 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15.
Mætt:
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Þorsteinn G. Þorsteinsson, varaformaður, D-lista,
Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Kristjana Hallgrímsdóttir, fulltrúi kennara,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla,
Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla,
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna,
Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
1. 1112002 - Menntaverðlaun Suðurlands - auglýsing 2011
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða.
Fræðslustjóra falið að ganga frá rökstuddri tilnefningu til SASS fyrir hönd fræðslunefndar og taka þar mið af umræðum á fundinum og vilja nefndarinnar.
2. 1101166 - Fundargerðir leikskólastjóra og sérkennslufulltrúa 2011
Fundargerð frá 6. desember 2011 þar sem lögð er fram tillaga um sumarlokanir leikskóla í Árborg 2012.
Minnisblaði fræðslustjóra um sumarlokanir í öðrum sveitarfélögum var dreift til fulltrúa. Tillaga leikskólastjóra um sumarlokanir var samþykkt og fræðslustjóra falið að undirbúa auglýsingu í samráði við þá. Einnig verði gerð könnun meðal foreldra næsta haust meðal annars um sumarlokanir vegna ársins 2013. Einnig var nefndin sammála um mikilvægi þess að halda námskeið í slysavörnum fyrir starfsfólk leikskóla eins og fram kemur í fundargerðinni.
3. 1109098 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar frá 2011
Fundargerð undirbúningshóps frá 7. desember lögð fram. Fræðslunefnd líst vel á tillögur hópsins að næstu skrefum, þ.e. að halda fundi með öllum foreldra- og skólaráðum í janúar, setja upp ábendingavef og tryggja aðkomu barna og starfsmanna skólanna. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að kanna möguleika á uppsetningu á ábendingavef sem gæti tryggt aðkomu enn fleiri íbúa að endurnýjun skólastefnunnar. Jafnvel talið að hægt sé að nýta það sem til er á heimasíðu Árborgar. Jafnframt að undirbúa þau verkefni og samráðsfundi sem undirbúningshópurinn leggur til.
4. 1112046 - Fjárhagsáætlun fræðslusviðs Árborgar 2012
Lagt fram til kynningar í fræðslunefnd en seinni umræða í bæjarstjórn fer fram á morgun, fimmtudaginn 15. desember.
5. 1112040 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra 2011-2012
Yfirlit yfir nokkur mál á samráðsfundum haustannar 2011.
Lagt fram til kynningar.
6. 1112024 - Fréttabréf leikskóla í Árborg 2011-2012
Álfheimafréttir, desember 2012
Lagt fram til kynningar.
7. 1112024 - Fréttabréf leikskóla í Árborg 2011-2012
Fréttabréf Leikskólans Jötunheima, desember 2011
Lagt fram til kynningar.
8. 1112024 - Fréttabréf leikskóla í Árborg 2011-2012
Fréttabréf Leikskólans Árbæjar í desember 2011.
Lagt fram til kynningar.
9. 1112024 - Fréttabréf leikskóla í Árborg 2011-2012
Fréttabréf Leikskólans Hulduheima í desember 2011.
Lagt fram til kynningar.
10. 1112025 - Ársáætlun leikskóla 2011-2012
Ársáætlun Álfheima 2011-2012
Ársáætlun lögð fram til kynningar sem og leikskóladagatal.
11. 1107094 - Fundargerðir Sérdeildar Suðurlands 2011
Fagráð Seturs 30. nóvember 2011
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12. 1012066 - Fundargerðir skólaráðs Vallaskóla
Fundargerð frá 8. desember 2011
Lögð fram til kynningar. Þar er m.a. fjallað um ytra mat og umsókn um úttekt til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í bókun kemur fram að þessari nýbreytni sé fagnað og skólasamfélagið í Vallaskóla sé meira en tilbúið til að taka þátt í þessu verkefni.
13. 1112047 - Upplýsingafundur 13. desember um rannsóknina Umfang og áhrif reykinga og áfengisneyslu í kvikmyndum.
Sólveig Karlsdóttir kynnti í gær rannsóknina Umfang og áhrif reykinga og áfengisneyslu í kvikmyndum, sem var framkvæmd í sex Evrópulöndum. Hér á landi vera farið í 20 grunnskóla og spurningalistar lagðir fyrir í 7., 8. og 9. bekk í janúar 2010 og spurðu þau svo aftur sömu nemendur ári seinna, þá í 8., 9. og 10. bekk. Rannsóknin fór meðal annars fram í grunnskólunum tveimur á Selfossi. Samkvæmt niðurstöðum hafa reykingar í kvikmyndum greinileg áhrif á tíðni reykinga meðal barna og unglinga. Frekari rannsóknarniðurstöður eiga eftir að berast til fræðslusviðs.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15
Brynhildur Jónsdóttir
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Grímur Arnarson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Birgir Edwald
Helga Geirmundsdóttir
Kristjana Hallgrímsdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Linda Rut Ragnarsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Þorsteinn Hjartarson