16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 9. mars 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður,
Óðinn Andersen. Varamaður, V-lista,.
Dagskrá:
1. 1103052 - Fráveituframkvæmdir 2011
Framkvæmdastjóri og fulltrúi frá Verkfræðistofu Suðurlands kynna fyrirhugaðar áherslur við fráveituframkvæmdir við Árveg og Heiðmörk.
Framkvæmdastjóra falið að leggja fram endurskoðaða kostnaðaráætlun vegna breytinga á verkáætlun við sniðræsi við Árveg og Heiðmörk.
2. 0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar
Farið yfir stöðu framkvæmda
Verkfundargerðir lagðar fram. Verkið er nokkurn veginN á tímaáætlun.
3. 1103049 - Götulýsing í Árborg
Drög að samningi við HS veitur kynntur
Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga.
4. 1103048 - Viðbygg á BES Eyrarbakka
Farið yfir stöðu mála. Stefnt að vettvangsferð miðvikudaginn 16. mars nk.
5. 1001181 - Unglingalandsmót UMFÍ sumarið 2012
Staða verkefna
Staða verkefna kynnt og framkvæmdastjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun vegna veitukerfa og slóðagerðar á tjaldsvæði við Suðurhóla.
Framkvæmda- og veitustjórn óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar.
6. 1103053 - Hjólreiðasamgöngur í Árborg
Ákveðið að fá fulltrúa frá Hjólreiðasamtökum á fund framkvæmda- og veitustjórnar.
7. 0504050 - Framtíðaruppbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Farið yfir stöðu verksins
Farið yfir niðurstöðu lokaúttektar. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun vegna úrbóta og lokafrágangs.
8. 1102134 - Þriggja ára áætlun 2012-2014
Til kynningar
Farið yfir þriggja ára áætlun. Nefndin samþykkir áætlunina með fyrirvara, breytist forsendur við orkuöflun Selfossveitna.
9. 1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg
Drögum að samkomulagi á milli Vegagerðarinnar annars vegar og Sveitarfélagsins Árborgar hins vegar, var vísað frá bæjarráði til framkvæmda- og veitustjórnar.
Viljayfirlýsing Vegagerðarinnar og Sveitarfélagsins Árborgar lögð fram til kynningar.
Fulltrúi V lista leggur til að veitustjórn hlutist til um hlutlausa og sjálfstæða úttekt á virkjun Ölfusár við Selfoss, kostum hennar og göllum. Til verksins verði ráðin verkfræðistofa eða sambærilegur aðili sem ekki er með bein tengsl við framkvæmdina. Til verksins verði varið allt að tveimur milljónum króna.
Tillagan er lögð fram til afgreiðslu. Tillagan felld með 3 atkvæðum D-lista á móti 2 atkvæðum V- og S- lista.
Fulltrúar D- lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Hugmynd að Selfossvirkjun er komin á það stig að bæjarstjórn verður að taka afstöðu til framhaldsins. Tillaga að virkjun hefur verið unnin af óháðum aðilum frá upphafi, en ekki hefur enn farið fram frumhönnun né umhverfismat og hugmyndin því enn á forathugunarstigi. Slíkt er nauðsynlegt sé vilji meðal bæjarfulltrúa og bæjarbúa til að halda áfram með málið.
10. 1102033 - Fyrirspurn vegna hitaveitu að Kríumýri og Glóru
Framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að útfærslu ásamt kostnaðaráætlun.
11. 0611165 - Viðbygging Sundhallar Selfoss
Frestað til næsta fundar.
12. 1103051 - Miðbæjarskipulag Stokkseyri
Frestað til næsta fundar.
13. 1103050 - Miðbæjarskipulag Eyrarbakka
Frestað til næsta fundar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:55
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson
Óðinn Andersen