3.9.2015
16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 26. ágúst 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
D
agskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1507022 – Verkáætlun, Austurbyggð 2015-2019 |
|
Framkvæmdaáætlun frá Vörðulandi ehf. lögð fram til kynningar. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og vísar málinu áfram til fjárhagsáætlunargerðar. |
|
|
|
2. |
1507111 - Fjörustígur 2015 - útboð og framkvæmdir við göngu- og hjólastíg á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar |
|
Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna áfram að málinu og undirbúa væntanlegt útboð. |
|
|
|
3. |
1506118 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2015 |
|
Á 41. fundi bæjarráðs Árborgar var tekin fyrir 9. fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar. Var afgreiðsla bæjarráð sú að vísa 2. lið fundargerðarinnar, varðandi ruslakassa í þorpinu, til framkvæmda- og veitusviðs. Stjórnin hefur afgreitt framangreint erindi og er framkvæmdum lokið. |
|
|
|
4. |
1508018 - Umferðarmál á Engjavegi austan Reynivalla |
|
Framkvæmda- og veitustjóra falið að setja upp hraðahindrun á Engjaveg við Grenigrund og merkja gangbraut á móts við Rauðholt og tjaldsvæði. |
|
|
|
5. |
1502064 - Framkvæmdalisti 2015 |
|
Framkvæmdalisti lagður fram og kynntur fyrir stjórn. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Gunnar Egilsson |
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir |
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Viktor Pálsson |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |