Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.12.2014

16. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka

Haldinn að Stað 25. nóvember 2014 kl 19:30. Mættir: Siggeir Ingólfsson formaður, Gísli Gíslason, Þórunn Gunnarsdóttir og Guðbjört Einarsdóttir. Ingólfur Hjálmarsson  og Guðlaug Einarsdóttir ritari boðuðu forföll.
  1. Hverfisráð Eyrarbakka þakkar bæjarráði góð viðbrögð við erindum okkar og vísað þeim hratt og öruglega til nefnda. Mál nr: 1410169 – Öryggismál við bryggjurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri þar var samþykkt að fela framkvæmdastjóra verkefnið og er það vel.                     Mál nr: 1408177 – Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2014. Þar okkur þakkað fyrir úttekt á ásýnd Eyrarbakka með skýrslu Hverfisráðsins um opin svæði og lóðir í eigu Svf. Árborgar. Við söknum hins vegar afdráttarlausari svara viðbrögð Svf. Árborgar og hverjum sé falið að fylgja þessum ábendingum eftir, enda hefur vinna verið lögð í úttektina og ásýnd þorpsins mikið hagsmunamál fyrir íbúa.
  2. Hverfisráð óskar eftir upplýsingum um umhverfisstefnu Svf. Árborgar, aðgengi að henni og eftirfylgni, auk aðkomu ungs fólks að þessum málaflokki.
  Fundi slitið kl. 20:15.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica