Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.3.2014

16. fundur hverfisráðs Selfossi

Hverfisráð Selfossi.         16. fundur.

Haldinn á Kaffi Krús, þriðjudaginn 11. febrúar 2014.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Mætt voru:
Helga R. Einarsdóttir,  Eiríkur Sigurjónsson, S.Hafsteinn Jóhannesson,  Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir og Böðvar Jens Ragnarsson.

Boðuð forföll: Katrín Klemenzardóttir

Fundarritari  Helga R. Einarsdóttir.

Fundi lauk kl. 18:00

Dagskrá:

  1. Fundagerð fundar dags. 10. desember 2013, samþykkt.

  2. Snjómokstur það sem af er vetri.

  3. Gatnamót ehf.

  4. Hjúkrunarheimili.

  5. Sýslumannstúnið.

  6. Framkvæmdir í sveitarfélaginu.

  7. Hraðahindranir.

  8. Næsti fundur. 

Eftirfarandi mál voru rædd á fundinum.

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt. 

  1. Ráðið gerir athugasemdir við snjómokstur á Selfossi það sem af er vetrar. Þrátt fyrir að ætíð sé erfitt að sjá fyrir veðráttuna þá hefur að mati ráðsins hefur ekki verið brugðist við að moka gangstéttir og íbúagötur þegar þau tækifæri hafa gefist og hálkuvörnum verið verulega ábótavant þrátt fyrir að dagar hafi komið sem hefði verið hægt að sanda þann klaka sem kominn er. Ekki hefur verið brugðist við með því að bjóða íbúum að sækja sér sand eða salt eins og í Reykjavík en það hefði leyst einhvern vanda fyrir marga íbúa. Mælist ráðið til að unnið verði hraðar og skipulegar á næstu vetrum. 

  2. Hvernig standa málin gagnvart Gatnamótum ehf? Ósamræmi er á milli fréttaflutnings af málinu og bókunar bæjarráðs á 169. fundi 6. febrúar sl., og væri fróðlegt að raunveruleg staða málsins yðir kynnt íbúum. 

  3. Ráðið tekur undir með Ástu Stefánsdóttur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins í grein hennar í Morgunblaðinu sem birtist í dag. Ráðið óskar eftir að stjórnendur í sveitarfélaginu sæki fjölgun hjúkrunarrýma mjög fast og gleymi ekki að fjölgun íbúa hefur verið mjög hröð á Selfossi og þar verður þörfin ekki síst mest eftir því sem árin líða. 

  4. Ráðið tekur undir með Andrési Rúnari Ingasyni, fulltrúa V-lista í fundargerð 48. fundar bæjarstjórnar, síðan 18. desember 213. Þar veltir Andrés Rúnar því fyrir sér hvort gatnamótin við sýslumannstúnið séu ekki ófullnægjandi öllum þeim viðbragðsaðilum og almennri umferð sem um gatnamótin fara, ef kirkja, safnarheimili og prestbústaður verður sett á sýslumannstúnið með þeirri bílastæðaþörf sem þá skapast. Mælir ráðið eindregið með því að leitað verði annarra lóða fyrir kirkju, safnarheimili og prestbústað.  Í janúar 2011 voru uppi hugmyndir um að sýslumannstúnið yrði notað sem útivistarsvæði, sérstaklega tengt við Grænumörk. Myndi sú hugmynd ekki þýða aukin bílastæði né aukna bílaumferð þar sem gert var ráð fyrir að útivistarsvæðið tengdist fyrst og fremst við gönguleiðir. Væri vert að hugmynd í þeim anda yrði skoðuð að nýju.

  1. Ráðið fagnar þeim framkvæmdum sem kynntar hafa verið, við sundlaugina, við Sunnulækjarskóla, biðskýli við FSu, áframhald við gerð gagnstíga o.fl. Einnig óskar ráðið hundaeigendum og öðrum bæjarbúum til hamingju með hundasleppisvæðið og vonar að lausir hundar á Selfossi séu úr sögunni og að hundaeigendur noti svæðið en ekki gönguleið meðfram ánni eða Hellisskóg til að vera með hundana sína lausa. 

  2. Á 9. fundi ráðsins, liður 2 a, sem fram fór 10. október 2012 hafði ráðinu borist ábending um að óskað væri eftir hraðahindrun á Vesturhóla (sunnan Kjarrhóla) ásamt merkingum um 30 km hámarkshraða. Hvar stendur það mál?

    Á 13. fundi. liður 8 a, sem fram fór 4. júní 2013, tók ráðið undir með íbúum Engjavegar um að sett yrði um hraðahindrun á Engjaveg milli Tryggvagötu á Eyrarvegar. Vonast ráðið til að þegar framkvæmdum um Engjaveg verður lokið þá muni hraðahindranir verða settar upp um leið og gatan verður malbikuð. 

Næsti fundur: Verður boðað til hans..

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica