16. fundur íþrótta- og menningarnefndar
16. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. mars 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1401075 - Vor í Árborg 2014 |
|
Farið yfir drög að dagskrá. Fram kom að skipulagning tónleika í hverjum byggðarkjarna væri í góðum farvegi og stefnt er á opnunarhátíð fimmtudaginn 24.apríl. Dagskráin verður fjölbreytt líkt og áður og fjölskylduleikurinn Gaman Saman verður á sínum stað. Skátafélagið Fossbúar mun síðan sjá um sérstaka dagskrá á sumardeginum fyrsta. Drög að dagskrá verða send á nefndarmenn í tölvupósti til kynningar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1309032 - Bæjar- og menningarhátíðir 2014 |
|
Drög að viðburða- og menningardagskrá lögð fram en henni verður dreift inn á heimili á Suðurlandi í vor. Rætt var um Bryggjuhátíðina á Stokkseyri og höfðu nefndarmenn áhyggjur af því að hún yrði ekki þetta árið. |
||
|
||
3. |
1403054 - Fyrirspurn um stofnun sumarnámskeiðs fyrir börn í Árborg |
|
Íþrótta- og menningarnefnd líst vel á hugmyndina og felur starfsmanni nefndarinnar að ræða við viðkomandi og skoða nánar útfærslu hugmyndarinnar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
4. |
1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi |
|
Farið yfir stöðu mála en húsnæðið að Eyravegi 3 þarf að endurbyggja meira en reiknað var með. Verið er að endurmeta kostnaðaráætlanir og skoða bestu kostina þannig að hægt verði að halda verkefninu áfram og opna safnið fyrir sumarið. |
||
|
||
5. |
1402105 - Íþróttavallarsvæðið við Engjaveg -framkvæmdir 2014 |
|
Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir árið 2014. Fram kom að malbika eigi stíga við frjálsíþróttavöllinn og klára æfingavöll austan megin við frjálsíþróttavöllinn. Mikilvægt er að halda framkvæmdum áfram og klára svæðið á næstu árum. |
||
|
||
6. |
1402136 - Leyndardómar Suðurlands - kynningarátak |
|
Lagt fram til kynningar. Áhugasamir hvattir til að taka þátt og senda inn viðburði á Magnús Hlyn, mhh@sudurland.is sem er kynningarstjóri verkefnisins. |
||
|
||
7. |
1402232 - Klasastarf á Suðurlandi um hjólreiðaferðamennsku |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
1403084 - Gestafjöldi í sundlaugum Árborgar 2013 |
|
Lagt fram til kynningar. Fram kom að um 190 þúsund gestir hefðu farið í gegnum Sundhöll Selfoss árið 2013 og um 10 þúsund manns í Sundlaug Stokkseyrar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40
Kjartan Björnsson |
|
Grímur Arnarson |
Brynhildur Jónsdóttir |
|
Björn Harðarson |
Tómas Þóroddsson |
|
Bragi Bjarnason |