Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.3.2014

16. fundur íþrótta- og menningarnefndar

 16. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. mars 2014  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.  

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1401075 - Vor í Árborg 2014

 

Farið yfir drög að dagskrá. Fram kom að skipulagning tónleika í hverjum byggðarkjarna væri í góðum farvegi og stefnt er á opnunarhátíð fimmtudaginn 24.apríl. Dagskráin verður fjölbreytt líkt og áður og fjölskylduleikurinn Gaman Saman verður á sínum stað. Skátafélagið Fossbúar mun síðan sjá um sérstaka dagskrá á sumardeginum fyrsta. Drög að dagskrá verða send á nefndarmenn í tölvupósti til kynningar. Samþykkt samhljóða. 

 

   

2.

1309032 - Bæjar- og menningarhátíðir 2014

 

Drög að viðburða- og menningardagskrá lögð fram en henni verður dreift inn á heimili á Suðurlandi í vor. Rætt var um Bryggjuhátíðina á Stokkseyri og höfðu nefndarmenn áhyggjur af því að hún yrði ekki þetta árið.   

 

   

3.

1403054 - Fyrirspurn um stofnun sumarnámskeiðs fyrir börn í Árborg

 

Íþrótta- og menningarnefnd líst vel á hugmyndina og felur starfsmanni nefndarinnar að ræða við viðkomandi og skoða nánar útfærslu hugmyndarinnar. Samþykkt samhljóða.

 

   

Erindi til kynningar

4.

1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi

 

Farið yfir stöðu mála en húsnæðið að Eyravegi 3 þarf að endurbyggja meira en reiknað var með. Verið er að endurmeta kostnaðaráætlanir og skoða bestu kostina þannig að hægt verði að halda verkefninu áfram og opna safnið fyrir sumarið.

 

   

5.

1402105 - Íþróttavallarsvæðið við Engjaveg -framkvæmdir 2014

 

Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir árið 2014. Fram kom að malbika eigi stíga við frjálsíþróttavöllinn og klára æfingavöll austan megin við frjálsíþróttavöllinn. Mikilvægt er að halda framkvæmdum áfram og klára svæðið á næstu árum.

 

   

6.

1402136 - Leyndardómar Suðurlands - kynningarátak

 

Lagt fram til kynningar. Áhugasamir hvattir til að taka þátt og senda inn viðburði á Magnús Hlyn, mhh@sudurland.is sem er kynningarstjóri verkefnisins.

 

   

7.

1402232 - Klasastarf á Suðurlandi um hjólreiðaferðamennsku

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

1403084 - Gestafjöldi í sundlaugum Árborgar 2013

 

Lagt fram til kynningar. Fram kom að um 190 þúsund gestir hefðu farið í gegnum Sundhöll Selfoss árið 2013 og um 10 þúsund manns í Sundlaug Stokkseyrar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40

 

Kjartan Björnsson

 

Grímur Arnarson

Brynhildur Jónsdóttir

 

Björn Harðarson

Tómas Þóroddsson

 

Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica