11.2.2016
16. fundur íþrótta- og menningarnefndar
16. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 13. janúar 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Estelle Burgel, nefndarmaður Æ lista, boðaði forföll.
Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá mál nr. 1601107 - Skákdagur Íslands 2016. Samþykkt samhljóða.
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg |
|
Farið yfir punkta af fundum um uppbyggingu íþrótta-, tómstunda- og menningarmannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg sem haldnir voru sl. haust. Varðandi menningarmálin kom helst fram áhugi um að unnið yrði að áætlun um uppbyggingu menningarsalarins í Hótel Selfossi í samstarfi við hagsmunaaðila og áhugafélag um uppbyggingu menningarsalarins. Í íþrótta- og tómstundamálum komu fram margir punktar um uppbyggingu sem nauðsynlegt er að nýta inn í 8-10 ára framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja. Samþykkt samhljóða. Fram kom hjá nefndarmönnum að mjög mikilvægt væri að setja upp 8-10 ára áætlun um uppbyggingu mannvirkja í þessum málaflokkum. |
|
|
|
2. |
1601075 - Málefni sundlauga Árborgar |
|
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, forstöðumaður sundlauga Árborgar kom inn á fundinn og ræddi málefni sundlauganna. Fram kom að heilt yfir gangi mjög vel í nýju húsnæði Sundhallar Selfoss en eðlilega séu nokkur atriði sem eru að slípast til. Nýtt afgreiðslukerfi og aðgangsstýringarhlið koma upp núna í lok janúar og mun það auðvelda alla afgreiðslu í Sundhöllinni ásamt líkamsræktinni. Aðsókn í sundlaugarnar hefur verið mjög góð og árið 2015 voru seld skipti talsvert fleiri 2014 bæði á Selfossi og Stokkseyri. Nefndin þakkar Þórdísi kærlega fyrir komuna. |
|
|
|
3. |
1601074 - Vor í Árborg 2016 |
|
Rætt um fyrirkomulag bæjarhátíðarinnar Vors í Árborg sem fram fer dagana 21. - 24. apríl nk. Rætt um grunndagskrá hátíðarinnar og er starfsmanni nefndarinnar og formanni falið að vinna áfram að dagskrárliðum. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
4. |
1601076 - Þjálfararáðstefna Árborgar 2016 |
|
Lagt fram til kynningar. Nefndin hvetur alla þjálfara á svæðinu til að mæta á ráðstefnuna nk. föstudag og laugardag. |
|
|
|
5. |
1512164 - Hreyfivika UMFÍ 2016 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
6. |
1601107 - Skákdagur Íslands 2016 |
|
Lagt fram til kynningar. Sundlaugar Árborgar verða með sundtaflborð í pottunum og eru félagasamtök hvött til að taka þátt. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Bragi Bjarnason |
|
|