16. fundur menningarnefndar
16. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn föstudaginn 20. apríl 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:00
Mætt:
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi,
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, varaformaður, D-lista,
Þorlákur H. Helgason, nefndarmaður, S-lista,
Formaður leitar afbrigða til að taka inn mál nr.1204164 og 1204163. Samþykkt samhljóða og fara þau inn sem fjórða og fimmta mál á dagskrá.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð
Dagskrá:
1. |
1201146 - Vor í Árborg 2012 |
|
Kristín Bára Gunnarsdóttir kemur inn á fundinn. Farið yfir dagskrárdrög að hátíðinni. Fram kom að undirbúningur hátíðarinnar gangi vel og flestir dagskrárliðir séu komnir inn. Farið sérstaklega yfir dagskrárdrög hátíðarkvöldsins laugardaginn 19.maí. Fjölskylduleikurinn "Gaman saman" verður með hefðbundnu sniði og ættu allir fjölskyldumeðlimir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskrá hátíðarinnar. Stefnt er á að dagskráin verði klár í byrjun maí. Nefndin felur Braga og Kristínu Báru að vinna dagskrána áfram eftir þeim tillögum sem komu fram á fundinum. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1204121 - Styrkbeiðni - endurvakning óháðrar listahátíðar á Selfossi sumarið 2012 |
|
Lögð fram styrkbeiðni vegna óháðrar listahátíðar en málinu var vísað frá bæjarráði til menningarnefndar til umsagnar. Nefndin fagnar því að listamenn leiti til sveitarfélagsins með góðar hugmyndir og að það geti staðið á bak við aukna menningu og listir í sveitarfélaginu enda auki þetta veg menningar og lista á svæðinu. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að það verði samþykkt. Nefndin óskar jafnframt eftir fundi með skipuleggjendum til að fá nánari útskýringar á ákveðnum liðum umsóknarinnar og er starfsmanni nefndarinnar falið að koma á þeim fundi sem fyrst. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
3. |
1204155 - Menningarmánuðurinn október 2012 |
|
Umræður um menningarmánuðinn og ýmsar hugmyndir að viðburðum ræddar. Lagt til að taka málið aftur upp síðar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
4. |
1204164 - Menningarviðurkenning Sv. Árborgar 2012 |
|
Menningarnefndin ræddi nokkra möguleika um útnefningar fyrir árið 2012. Nefndin felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram. Viðurkenningin verður afhent á hátíðarkvöldi Vors í Árborg laugardaginn 19.maí nk. á Hótel Selfoss. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
5. |
1204163 - Styrkbeiðni vegna "Söguferða um þorpin" |
|
Lögð fram styrkbeiðni frá Siggeir Ingólfssyni vegna "Söguferða um þorpin". Nefndin tekur jákvætt í erindið enda sé um myndarlegt verkefni að ræða og leggur til við bæjarráð að reynt verði að styrkja verkefnið. Samþykkt samhljóða. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30
Bragi Bjarnason |
|
Kjartan Björnsson |
Björn Ingi Bjarnason |
|
Þorlákur H Helgason |