160. fundur bæjarráðs
160. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 02.02.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0601113 |
|
|
b. |
0601112 |
|
c. |
0601053 |
|
1a) liður 1, efnistaka úr Ingólfsfjalli - frummatsskýrsla, bæjarráð tekur undir álit nefndarinnar og niðurstöðu og ítrekar þann skýra fyrirvara að allar leiðir verði kannaðar til að koma í veg fyrir frekari sjónræna röskun á fallsbrún Ingólfsfjalls áður en vinnsluleyfi er veitt. Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um vatnsvernd við Ingólfsfjall og minnir sérstaklega á þá kröfu að gengið verði frá eldri námu sem allra fyrst og umhverfið fært til fyrra horfs.
1c) liður 9, tillaga að deiliskipulagi lóðanna Austurvegur 51-59, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
liður 10, tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Hrísmýri, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
liður 11, tillaga að deiliskipulagi Suðurbyggðar A, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
liður 12, tillaga að breyttu deiliskipulagi Eyravegar 17-19 á Selfossi, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
liður 13, óskipulögð lóð austan spennistöðvar að Austurvegi 56, bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir að byggingarfulltrúi afli frekari upplýsingar um máli
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0503057 |
|
3. 0601115
Rekstrarleyfisumsókn - Pakkhúsið, Selfossi - umsögn um umsókn um framlengingu á veitingaleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið enda komi jákvæðar umsagnir frá umsagnaraðilum.
4. 0601093
Lýsing við reiðveg milli hesthúsahverfis og Lækjamóta - erindi frá Hagsmunafélagi hestamanna á Selfossi
Bæjarráð minnir á að í gildi er þjónustusamningur við Hestamannafélagið Sleipni. Á grundvelli þess samnings er sveitarfélagið að vinna með hestamönnum m.a. að uppbyggingu reiðstíga.
5. 0601098
Beiðni um tvær 'Nordjobb'-stöður í Árborg 2006 - erindi frá verkefnisstjóra Ölmu Sigurðardóttur
Bæjarráð samþykkir ráða tvo starfsmenn til sveitarfélagsins á vegum verkefnisins á þessu ári.
6. 0601100
Áminningar til leyfishafa veitingastaða á Selfossi vegna áfengislaga - bréf frá Lögreglunni á Selfossi.
Bréfin voru lögð.
7. 0601010
Breyting á álagningu fasteignagjalda vegna Austurvegar 69 - greinargerð frá bæjarstjóra sbr. fg. bæjarráðs 12.01.06
Greinargerðin var lögð fram. Málið hefur þegar verið afgreitt.
8. 0601118
Skipulagsbreytingar hjá Símanum - tilkynning um lokun verslunar á Selfossi. - bréf forstjóra Símans Brynjólfs Bjarnasonar.
Bréfið var lagt fram.
9. 0510037
Rekstrarsamningur við UMF-Selfoss um íþróttavallasvæði við Engjaveg - tillaga að nýjum samningi frá verkefnisstjóra íþrótta- forvarna- og menningarmála
Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir.
10. 0511067
Lóðarumsókn - Hellismýri 9 - minnisblað bæjarstjóra sbr. fg. bæjarráðs 01.12.05
Minnisblaðið var lagt fram. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.
11. 0602007
Strætisvagnaferðir milli Reykjavíkur og Selfoss - könnun á möguleikum
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við Strætó bs og Vegagerðina um möguleika á því að koma á strætisvagnaferðum milli Reykjavíkur og Selfoss.
12. 0602001
Fyrirspurn- forsendur til grundvallar við skráningu á biðlista - Svar við fyrirspurn Páls Leós Jónsonar frá 159. fundi - liður 1a)
Svarið lagt fram - einnig vakin athygli á að í bókun á afgreiðslu málsin á síðasta fundi misritaðist ártal - átti að vera 'tæma biðlista barna fæddra 2003 og eldri'
13. Erindi til kynningar:
a) 0406077
Klúbburinn Strókur sendir þakkir fyrir stuðning við starfsemi klúbbsins. -
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:25
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason