Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.11.2013

160. fundur bæjarráðs

160. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 21. nóvember 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

65. fundur haldinn 13. nóvember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

11. fundur haldinn 13. nóvember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1301009 - Fundargerð fræðslunefndar

 

38. fundur haldinn 14. nóvember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

4.

1309227 - 32. aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands

 

haldinn 24. október 2013.

 

Fundargerðin lögð fram.

Fulltrúar Árborgar í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands, Ari B. Thorarensen og Gunnar Egilsson, komu inn á fundinn. Farið var yfir stöðu mála og framtíð hvað varðar urðun sorps, samning við Sorpu o.fl.

 

   

5.

1309227 - 44. aðalfundur SASS

 

haldinn 24. og 25. október

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

6.

1301266 - Fundargerð stjórnar SASS

 

473. fundur haldinn 8. nóvember

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

7.

1001155 - Beiðni Skeljungs um vilyrði fyrir lóð undir bensínstöð

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. Bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði að meta kostnað við gerð lóðar í samræmi við erindið.

 

   

8.

1206085 - Umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að svara erindi íbúa við Hlaðavelli frá 23. júlí sl.

 

   

9.

1311086 - Kaup á landi vegna hreinsistöðvar fráveitu

 

Bæjarráð heimilar framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að leita samninga við landeigendur um kaup á landi fyrir mannvirki tengd hreinsistöð fráveitu.

 

   

Erindi til kynningar

10.

1309101 - Nýjar samþykktir SASS

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:50 

Eyþór Arnalds                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson                  
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir              
Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica