Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.11.2013

161. fundur bæjarráðs

161. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 28. nóvember 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá forsendur fjárhagsáætlunar 2014. Var það samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1311114 - Breytingar á reglum Kauphallar fyrir útgefendur fjármálagerninga

 

Lögð fram tilkynning Kauphallarinnar.

 

   

2.

1306045 - Suðurlandsvegur og fyrirhuguð veglína

 

Rætt var um stöðu málsins. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að rita Vegagerðinni bréf vegna deiliskipulagsmála við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar.

 

   

3.

1311099 - Beiðni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um stuðning við heilsueflingu starfsfólks HSu með hagstæðum kjörum til að sækja sundlaugar o.fl.

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.

 

   

4.

1311087 - Tillaga Ungmennaráðs Árborgar (UNGSÁ) um fjölda ungmennaráðsfulltrúa

 

Bæjarráð samþykkir að fjölga fulltrúum í ungmennaráði úr sjö í níu.

 

   

5.

1311092 - Tillaga UNGSÁ um aðkomu ungmenna að skipulagningu viðburða

 

Bæjarráð mælist til þess við íþrótta- og menningarnefnd að ungmennaráð hafi aðkomu að fundi nefndarinnar um hátíðir í sveitarfélaginu.

 

   

6.

1311091 - Tillaga UNGSÁ um æskulýðssjóð

 

Bæjarráð samþykkir að leggja 100.000 kr í æskulýðssjóð fyrir árið 2014, gert verði ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs. Bæjarráð felur ungmennaráði að setja reglur um úthlutun og kynna þær fyrir bæjarráði.

 

   

7.

1311093 - Tillögur UNGSÁ um heilsueflingu

 

1) Tillaga um merkingar gönguleiða: Bæjarráð vísar tillögu um merkingar gönguleiða til íþrótta- menningar og tómstundafulltrúa.

2) Tillaga um hundasleppisvæði: Unnið er að gerð hundasleppisvæðis við Suðurhóla, sunnan við Gráhellu. Stefnt er að því að hundasleppisvæðið verði opnað fyrir áramót.

3) Tillaga um hjólreiðastíga: Unnið er að átaki í gerð göngu- og hjólastíga.

4) Tillaga um opna tíma í íþróttahúsi: Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til íþrótta- menningar og tómstundafulltrúa til skoðunar fyrir stundatöflugerð íþróttahúsa fyrir næsta tímabil.

5) Tillaga um bætta aðstöðu fyrir jaðaríþróttir: Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar. 

 

   

8.

1311089 - Tillögur UNGSÁ um Mína Árborg

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að kanna hvort unnt er að gera þær breytingar sem ungmennaráð fer fram á.

 

   

9.

1311090 - Tillögur UNGSÁ um samgöngumál

 

1) Strætó um helgar: Ekki er gert ráð fyrir strætóferðum um helgar í fjárhagsáætlun, en málið er til skoðunar í framtíðinni.

2) Áhersla á að ryðja og salta göngustíga: Ákveðið fyrirkomulag varðandi hálkuvarnir er í gildi og er það aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins. Reynt er eftir fremsta megni að ryðja og hálkuverja eftir aðstæðum hverju sinni.

3) Menningarstrætó: Bæjarráð þakkar ábendinguna.

4) Lýsing á göngustíg í gegnum skóginn við Suðurengi: Bæjarráð vísar tillögunni til framkvæmda- og veitusviðs. 

 

   

10.

1311112 - Beiðni Umhverfis - og samgöngunefndar um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, eignarhlutir í orkufyrirtækjum

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

1311107 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar skráning upplýsinga um umgengnisforeldra

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.

1304116 - Beiðni félags eldri borgara á Selfossi um að veitt verði fé til greiningar á rýmisþörf og forhönnunar byggingar að Austurvegi 51

 

Bæjarráð þakkar erindið. Unnið er að deiliskipulagi fyrir reitinn. Ekki verður farið í frekari hönnun fyrr en þeirri vinnu er lokið. Engu að síður samþykkir bæjarráð að sett verði 1,5 mkr í hönnun viðbyggingar í fjárhagsáætlun ársins 2014. 

 

   

13.

1311127 - Styrkbeiðni HSK 2014 - aukning á styrk

 

Sveitarfélagið Árborg styrkir HSK í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga, ekki er um frekari styrki að ræða.

 

   

14.

1311131 - Reiðvegur meðfram Suðurhólum

 

Bæjarráð Árborgar samþykkir að gert verði kauptilboð í land meðfram Suðurhólum, í landi Dísarstaða, frá Gaulverjabæjarvegi að Gráhellu, í því skyni að þar verði lagður reiðvegur.

 

   

15.

1309226 - Fjárhagsáætlun 2014, forsendur

 

Bæjarráð samþykkir að gjöld í leik- og grunnskólum hækki ekki milli ára. Í aðdraganda kjarasamninga hafa ASÍ og SA lagt áherslur á að sveitarfélög og aðrir aðilar fari sér hægt í gjaldskrárhækkunum. Sveitarfélagið Árborg vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu með því að gjaldskrár leik og grunnskóla haldist óbreyttar milli ára. Um er að ræða leikskólagjöld, gjöld fyrir skólavistun, mat í leikskóla, skóla og skólavistun, þannig er komið til móts við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Ennfremur beinir bæjarráð því til framkvæmda- og veitustjórnar  að farið verði yfir forsendur gjaldskrárhækkana Selfossveitna út frá sömu sjónarmiðum.

 

   

Erindi til kynningar

16.

1311109 - Ráðstefna - Ungt fólk og lýðræði 2014, tilkynning frá UMFÍ

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

17.

1311124 - 48. sambandsþingi UMFÍ 2013

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

18.

1310199 - Ungt fólk 2013

 

Skýrsla um niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2013.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30
  

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica