161. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
161. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 12. apríl 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista,
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,
Dagskrá:
1. 1004053 - Ársreikningur Selfossveitna 2009
Ólafur Gestsson endurskoðandi kynnti ársreikning Selfossveitna. Reikningurinn var samþykktur og undirritaður.
2. 1004055 - Ósk um hitaveitutengingu í Jórvík og Grundabæi
Framkvæmdastjóra er falið að gera tillögu að reiknireglu fyrir heimtaugar hitaveitu í dreifbýli. Tenging hitaveitu á þessum stöðum verði tekin fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
3. 1002010 - Fundartími Framkvæmda- og veitustjórnar 2010
Næsti fundur Framkvæmda- og veitustjórnar verður haldinn fimmtudaginn 20. maí kl. 17:00
4. 1004052 - Aukið rekstrarfé fyrir Selfossveitur 2010
Til að auka rekstraröryggi leggur Framkvæmda- og veitustjórn til við bæjarráð að Selfossveitur fái aukið rekstrarfé um 6,5 milljón árið 2010. Framkvæmdastjóra er falið að leita eftir samvinnu við aðrar veitur um uppbyggingu varahlutalagers.
5. 0903006 - Tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir gámasvæði
Gjaldskrártillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum gegn einu mótatkvæði Elfu Daggar Þórðardóttur. Ingvi Rafn Sigurðsson sat hjá.
6. 1002011 - Framkvæmdalisti 2010
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefna í sveitarfélaginu.
7. 1002012 - Íbúaþróun 2010
Árborg: Fjöldi íbúa í dag: 7816
Selfoss: 6496
Sandvík: 217
Eyrarbakki og dreifb.: 565
Stokkseyri og dreifb.: 531
Óstaðsettir: 7
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10
Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Guðmundur Elíasson