161. fundur bæjarráðs
161. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 09.02.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Helgi Helgason, bæjarritari
Einar Njálsson bæjarstjóri fjarverandi í fríi.
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0502032 |
|
2. Fundargerðir til kynningar:
0602006 |
|
|
b. |
0601124 |
|
3. 0602010
Samningur um skiptingu framkvæmda og þjónustu við Tjarnabyggð í Kaldaðarnesi - til staðfestingar
Samningurinn staðfestur eins og hann liggur fyrir.
4. 0511083
Erindi og undirskriftalisti frá 18 starfsmönnum Árborgar - varðar niðurstöður launaráðstefnu og seinagang í starfsmatsvinnu.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur bréfritara og samþykkir að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs að knýja á við Launanefnd sveitarfélaga að starfsmati þessara aðila verði lokið sem fyrst.
Páll Leó tók undir bókun bæjarráðs.
5. 0601122
Málstofa - ferðaþjónusta fyrir alla - erindi frá Óskari Páli Óskarssyni.
Erindið lagt fram.
6. 00060163
Mikligarður á Eyrarbakka, afsal og samkomulag um framkvæmdir og greiðslu kaupverðs. - Til staðfestingar.
Afsalið og samkomulagið staðfest.
7. 0602014
Suðurhólar - gatnagerð, samkomulag við RFS um framkvæmdir - erindi frá framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs.
Bæjarráð samþykkir að heimila framkvæmdina samkvæmt samkomlaginu.
8. 0406113
Erindi frá Eggert og Pétri ehf. - lóðargjöld af Heiðarbrún 12-12a, Stokkseyri.
Samþykkt að vísa erindinu til framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs.
9. 0602009
Stofnun markaðs- og kynningarstofu Suðurlands -
Samþykkt að fela bæjarstjóra að afla frekari gagna.
10. Erindi til kynningar:
a) 0602005
Kynning - Félag fagfólks í frítímaþjónustu -
b) 0601125
Samráðsfundur Landssambands sumarhúsaeigenda og Sambands íslenskra sveitarfélaga -
c) 0602002
Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfossi 2006 -
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Páll Leó Jónsson
Helgi Helgason