162. fundur þjónustuhóps aldraðra
162. fundur þjónustuhóps aldraðra, haldinn þann 5. mars 2008 kl. 9.00 í Ráðhúsi Árborgar.
Mættir: Egill Rafn Sigurgeirsson, yfirlæknir, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, Vaka Kristjánsdóttir, sérfræðingur í málefnum aldraðra og Árni Guðmundsson, fulltrúi frá félagi eldri borgara.
•1. Ný reglugerð um vistunarmat nr. 1262 kynnt.
•2. Skýrsla Ræktar ehf. um tillögur að stefnumótun Sveitarfélagsins Árborgar í íþrótta- og tómstundamálum 2008-2015 lögð fram til kynningar. Þjónustuhópur aldraðra tekur undir þá tillögu að útbúa púttvöll við Grænumörk 5, þannig að hann nýtist sumarið 2008.
•3. Samkvæmt yfirlitsmynd af þéttbýlisstöðum innan Árborgar og merkingu bekkja og áningaborða inná þá mynd er ljóst að fjölga þarf slíkum bekkjum og sérlega í nýjum hverfum, í hesthúsahverfinu og á merktum göngustígum. Þjónustuhópurinn leggur mikla áherslu á að vegalengd á milli bekkja verði að mestu 500m, þar sem hreyfing og útivist aldraðra er mikilvæg fyrir þennan hóp og ein besta líkamsrækt sem völ er á til að viðhalda heilbrigði og getu til að dveljast sem lengst heima hjá sér.
•4. Þjónustuhópur aldraðra í Árborg styður við umsókn Sveitarfélagsins fyrir fjölgun dagdvalarrýma.
•5. Vinna Jóns Björnssonar, sálfræðings, vegna úttektar öldrunarmála í sveitarfélaginu Árborg kynnt.
•6. Ákveðið að halda reglulegan fund þriðja miðvikudag annan hvern mánuð frá kl.9:00-11:00.
Fundi slitið kl. 10:30
Egill Rafn Sigurgeirsson
Árni Guðmundsson
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Vaka Kristjánsdóttir