162. fundur bæjarráðs
162. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn föstudaginn 6. desember 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
41. fundur haldinn 26. nóvember |
||
-liður 8, mál nr. 1201041, beiðni Kaþólsku kirkjunnar um lóð, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa frá því að umsókn kaþólsku kirkjunnar barst til sveitarfélagsins, verið mótfallnir því að úthluta þeim lóðinni að Austurvegi 37 (svokölluðu sýslumannstúni) undir byggingu kirkju, safnaðarheimilis og prestbústaðar. Undirrituð hefur efasemdir um að lóðin beri þau mannvirki sem til stendur að byggja ásamt þeim umsvifum sem slíkri starfsemi fylgir. Ekki hefur heldur verið sýnt fram á að kirkju- og safnaðarstarf samrýmist þeirri landnotkun og yfirbragði sem aðalskipulag svæðisins gerir ráð fyrir. Undirrituð leggur til að forsvarsmönnum kaþólsku kirkjunnar á Íslandi verði boðið að skoða aðra lóðakosti undir sína starfsemi í sveitarfélaginu.“ Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
12. fundur haldinn 27. nóvember |
||
-liður 2, 1311129, aðstaða til iðkunar almennra íþrótta fyrir ungmenni, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók undir bókun Þorláks Helgasonar sem lögð var fram í íþrótta- og menningarnefnd. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1304213 - Fundargerð stjórnar Borgarþróunar |
|
fundur 28.11.2013 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
1301437 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
810. fundur, 22.11.2013 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
1301198 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
158. fundur 26.11.2013 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
1301276 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands |
|
153. fundur 22.11.2013 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
7. |
1311138 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um barnaverndarlög um rekstur heimila fyrir börn
|
|
Lagt fram. |
||
|
||
8. |
1311137 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um náttúruvernd, brottfall laga nr. 60/2013 |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirrituð sér ekki ástæðu til að afturkalla nýsett náttúruverndarlög (L.nr. 60/2013) og leggst því gegn frumvarpinu. Engin knýjandi rök eru fyrir afturköllun laganna, heldur er nú, líkt og var við samþykkt þeirra, ástæða til að fagna gildistöku þeirra. Efling almannaréttar, ítrekun banns við utanvegaakstri og aukin vernd náttúrufyrirbæra skiptir allt miklu máli fyrir komandi kynslóðir. Hin sívaxandi atvinnugrein, ferðaþjónustan, mun njóta góðs af lögunum og mun eflast með gildistöku þeirra. Sá tími á að vera liðinn í íslenskri lagasetningu að framkvæmdir og rask sem valda náttúruspjöllum hafi forgang gagnvart gildi náttúruverndar, útivistar og þess að tryggja að við búum komandi kynslóðum sambærileg gæði lands og við höfum notið.“ Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókunina. |
||
|
||
9. |
1311133 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, endurnýjun- Seasidecottages, Eyrargötu 37a, Eyrarbakka |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um umsóknina. |
||
|
||
10. |
1311132 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Art Hostel ehf., Hafnargötu, Stokkseyri |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
11. |
1305072 - Kaup á húsnæði Tónlistarskóla Árnesinga |
|
Bæjarráð samþykkir að kaupa alla hluti í Verktækni ehf, sem er eigandi að húsnæði Tónlistarskóla Árnesinga að Eyravegi 9, skv. framkomnu tilboði, og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ganga frá kaupsamningi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
12. |
1211034 - Afrit af bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélga til endurskoðenda sveitarfélaga |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Arna Ír Gunnarsdóttir |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |