162. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
162. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 20. maí 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista,
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,
Formaður leitar eftir afbrigðum að taka fyrir mál nr. 1005317, Gjafabréf til Selfossveitna
Dagskrá:
1. 1005218 - Tillaga að reiknireglu vegna lagna í dreifbýli
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að reiknireglu varðandi hitaveitulagnir í dreifbýli. Samþykkt að vinna áfram að málinu.
2. 1005217 - Afkastageta hitaveitu og töp
Farið var yfir afkastagetu hitaveitukerfisins og hugsanleg töp.
230 l/sek í kuldaköstum
Nafnafköst Hiti Orkuöflun
l/sek C KW
ÓS-1 50 77,5 8.883 19%
ÓS-2 50 90,1 11.516 25%
Hola 10 0 47,5 0 0%
Hola 12 5 118 1.735 4%
Hola 13 75 70 10.973 24%
Hola 14 65 72 10.053 22%
Hola 15 17 83 3.411 7%
262 l/sek 46.569
Töp í dreifikerfi hafa á síðustu árum verið á bilinu 2,7 til 4%
3. 1002011 - Framkvæmdalisti 2010
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu framkvæmdir í sveitarfélaginu og stöðu þeirra.
4. 1002012 - Íbúaþróun 2010
Árborg: Fjöldi íbúa í dag: 7824
Selfoss: 6506
Sandvík: 217
Eyrarbakki og dreifb.: 573
Stokkseyri og dreifb.: 522
Óstaðsettir: 6
5. 1005317 - Gjafabréf frá börnum Gísla Guðjónssonar pípulagningameistara
Framkvæmda- og veitustjórn þakkar góða gjöf. Lögð verður áhersla á að koma bílnum í sýningarhæft ástand og verður leitað eftir samstarfi við fornbílaáhugamenn í Árborg og Byggðasafn Árnesinga um það. Bílnum verður fyrst um sinn komið fyrir í húsnæði Byggðasafnsins að Hafnarbrú á Eyrarbakka.
Þorvaldur Guðmundsson þakkar samstarfsfólki í veitustjórn fyrir gott og ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu sem er að ljúka.
Meðstjórnendur þakka formanni gott samstarf.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00
Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Guðmundur Elíasson