162. fundur bæjarráðs
162. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 16.02.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, varafulltrúi í fjarveru Torfa Áskelssonar
Einar Pálsson, varafulltrúi í fjarveru Þorvaldar Guðmundssonar
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Helgi Helgason, bæjarritari
Einar Njálsson, bæjarstjóri fjarverandi í fríi.
1. Fundargerðir til staðfestingar:
|
|
|
2. Fundargerðir til kynningar:
0601064 |
|
|
b. |
0601091 |
|
2a) Bæjarráð tekur undir 4. lið fundargerðarinnar - ályktun um endurbætur á Suðurlandsvegi milli Selfoss og Reykjavíkur.
Páll Leó tók undir bókun bæjarráðs.
Lagðar fram.
3. 0602036
Beiðni - umsögn um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu - erindi frá nefnd um endurskoðun laganna .
Erindið lagt fram - afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4. 0602017
Tilnefning varamanns í undirkjörstjórn á Eyrarbakka -í stað Siggeirs Ingólfssonar sem biðst lausnar. -
Vísað til bæjarstjórnar.
5. 0602035
Landsfundur jafnréttisnefnda 2006 - haldin í Reykjavík 17. og 18. febrúar n.k.
Bæjarráð hvetur til þess að framkvæmdastjóri fjölskyldumiðstöðvar og fulltrúi úr félagsmálanefnd sæki ráðstefnuna.
6. 0602015
Styrkbeiðni - útgáfa Árnesings og fyrirlestraraðir - erindi frá stjórn Sögufélags Árnesinga.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
7. 0509078
Matarmál í leikskólanum Glaðheimar - erindi frá foreldraráði.
Bæjarráð ítrekar samþykkt sína frá 22. des. s.l. og felur verkefnisstjóra fræðslumála að koma verkefninu í framkvæmd.
8. Umsögn landskipti út úr jörðinni Dísarstaðir I, erindi frá Jörundi Gaukssyni, lögmanni.
Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar til umsagnar.
9. Erindi til kynningar:
a) 0601005
Tækifæri íslenskra sveitarfélaga í alþjóðlegu samstarfi. - ráðstefna 23. febrúar á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Einar Pálsson
Páll Leó Jónsson
Helgi Helgason