163. fundur þjónustuhóps aldraðra
163. fundur þjónustuhóps aldraðra, haldinn þann 7. janúar 2009 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kl. 9.00.
Mættir: Egill Rafn Sigurgeirsson, yfirlæknir, Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, Vaka Kristjánsdóttir, yfirmaður félagslegrar heimaþjónustu og Árni Guðmundsson, fulltrúi frá félagi eldri borgara
•1. Dagvist fyrir heilabilaða.
Þjónustuhópur aldraðra staðfestir brýna þörf fyrir dagvist heilabilaðra en Sveitarfélagið Árborg hefur nú þegar fengið úthlutað leyfum fyrir 10 einstaklinga. Umsókn til Framkvæmdasjóðs aldraðra varðandi kostnað á húsnæði fyrir dagvistina er nauðsynleg ekki síst í þeim árfarvegi sem nú er. Sveitarfélagið festi kaup á einbýlishúsi og er nú unnið hörðum höndum að endurbótum eftir jarðskjálfta sem reið yfir Suðurlandið þann 29. maí 2008. Á biðlista eftir hjúkrunarrými í Árborg eru 24. Það er eindregin ósk þjónustuhópsins að umsóknin verði afgreidd jákvætt.
•2. Kynningarbréf til 60 ára og eldri í Sveitarfélaginu Árborg. Þjónustuhópurinn leggur til að í fyrstu verði öllum sent bréfið en síðan öllum nýjum íbúum sveitarfélagsins sem eru 60 ára og eldri og þeim sem verða 60 ára á árinu.
•3. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni hafa farið í heilsueflandi heimsóknir frá árinu 2007. Stefnt er að því að heimsækja þá sem eru 79 og 80 ára á árinu.
Þjónustuhópurinn lýsir yfir ánægju með framtak hjúkrunarfræðinga og telur að heimsóknirnar hafi mikið forvarnargildi varðandi heilbrigði og lífsgæði aldraðra.
Fundi slitið kl. 10:15
Egill Rafn Sigurgeirsson
Árni Guðmundsson
Unnur Þormóðsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Vaka Kristjánsdóttir