Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.12.2013

163. fundur bæjarráðs

163. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-, haldinn fimmtudaginn 12. desember 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tækifærisleyfisumsóknir um lengri opnunartíma á 800 Bar og Hvíta húsinu á annan í jólum og nýársnótt.

Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

66. fundur haldinn 4. desember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1301266 - Fundargerð stjórnar SASS

 

474. fundur haldinn 28. nóvember

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Almenn afgreiðslumál

3.

1310167 - Atvinnumálaráðstefna - niðurstaða

 

Lögð var fram fundargerð fundarins, sem haldinn var á Hótel Selfossi 28. nóvember sl.

 

   

4.

1312018 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn - tillaga til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1311037 - Beiðni velferðarnefndar alþingis um umsögn - frumvarp til laga um húsaleigubætur, rétt námsmanna

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

1312019 - Sumarmót Suzukisambands Íslands sumarið 2014, beiðni um stuðning við æfingahelgi og tónleika sumarið 2014

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.

 

   

7.  

1312020 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar um umsögn - tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun

 

Sveitarfélagið Árborg vísar til eftirfarandi bókunar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. september sl.:

Nefndin hvetur íbúa og verslunareigendur til að nota endurnýtanlega innkaupapoka.

 

   

8.

1305058 - Íbúðir Íbúðalánasjóðs í Árborg staða mála

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að óska eftir því að fá  framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs á fund bæjarráðs nk. fimmtudag, þar sem ekki hafa borist umbeðnar upplýsingar frá sjóðnum né efndir á þeim fyrirheitum sem gefin voru í júlí 2012 um sölu eigna, þvert á móti hefur tómum íbúðum fjölgað.

 

   

9.

1312026 - Styrkbeiðnir frá Fischersetri

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.Sveitarfélagið hefur styrkt Fischersetrið að fjárhæð 200.000 kr á árinu til skákkennslu grunnskólabarna.

 

   

10.

1312059 - Tækifærisveitingaleyfi - 800 Bar, jóla- og nýársopnun

 

Bæjarráð samþykkir lengdan opnunartíma til kl. 4 aðfaranótt 27. desember 2013 og 1. janúar 2014.

 

   

11.

1312061 - Tækifærisveitingaleyfi - Hvíta húsið um jól og áramót

 

Bæjarráð samþykkir lengdan opnunartíma til kl. 4 aðfaranótt 27. desember 2013 og 1. janúar 2014.

 

   

12.

1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi

 

Lagðar voru fram umsóknir um rekstur upplýsingamiði stöðvar og mjólkursögusafns.

 

   

Erindi til kynningar

13.

1311048 - Ársskýrsla Golfklúbbs Selfoss 2013

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.

1312008 - Ályktun - aðalfundur Kennarafélags Suðurlands 2013

 

Lagt fram.

 

   

15. 

1305176 - Skýrsla Varasjóðs húsnæðismála um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012

 

Lagt fram.

 

   

16.

1312050 - Tölfræðiskýrsla um þjónustu við fatlað fólk 2011

 

Lagt fram.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:50.
 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica