163. fundur bæjarráðs
163. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 23.02.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, varafulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0601043 |
|
|
b. |
0601053 |
|
c. |
0601057 |
|
d. |
0602066 |
|
1b) liður 8 - ráðstöfun lóðarskika sunnan og vestan eignarlóðar Húsasmiðjunnar við Eyraveg, merktur X á meðfylgjandi teikningu, bæjarráð samþykkir að óska eftir tilboði frá Húsasmiðjunni í lóðarskikann.
liður 20 - deiliskipulag reitsins Heiðarvegur/Engjavegur/'Stóri-róló', bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að láta vinna hugmyndir að heildarnýtingu reitsins sem unnt verði að byggja á ákvörðun um gerð nýs deiliskipulags.
liður 22 - deiliskipulag lóðarinnar Austurvegur 34, Selfossi, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst.
liður 23 - deiliskipulag lóðarinnar Heiðarbrún 8a, Stokkseyri, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst.
1d) liður 1 - landskipti á Dísastaðalandi, bæjarráð samþykkir niðurstöðu nefndarinnar.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
|
|
|
3. 0602057
Breyting á samningi um Héraðsnefnd Árnesinga 2006 - - erindi frá ritara Héraðsnefndar.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á samningnum.
4. 0405027
Bætt mataræði - aukin hreyfing barna og ungmenna - minnisblað frá framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar eftir fund með skólahjúkrunarfræðingi.
Bæjarráð samþykkir að fá verkefnisstjóra lýðheilsuverkefnisins á fund og felur framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar að skipuleggja fundinn.
5. 0602064
Ósk um umsögn - frumvarp til laga um stjórn fiskveiða - erindi frá sjávarútvegsnefnd Alþingis.
Erindi nefndarinnar var lagt fram.
6. 0602036
Beiðni um umsögn vegna endurskoðunar laga um heilbrigðisþjónustu -
Umsögn bæjarráðs Árborgar um drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu.
Bæjarráð Árborgar fagnar því að heildarendurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu skuli nú fara fram enda miklar breytingar orðið í íslensku samfélagi. Þróun hefur orðið í málaflokkun þekking aukist á þeim tíma sem liðinn er frá því lögin voru að stofni til samþykkt.
Bæjarráð Árborgar harmar að við þessa endurskoðun heilbrigðislaga skulu ekki fylgt mótaðri stefnu um að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem felst í því að flytja verkefni að fullu til annars hvors aðila. Heilbrigðismál hafa verið að flytjast frá sveitarfélögum í áföngum allt frá árinu 1990 og hefði átt að ljúka því verki með þessari endurskoðun laganna.
Í upphafi vill bæjarráð Árborgar gera alvarlega athugsemd við að í nefndinni sem falið var að semja frumvarpið skuli ekki hafa átt sæti fulltrúi sveitarfélaga. Málefni heilbrigðisþjónustunnar eru meðal stærstu hagsmunamála fólks í landinu og þar með sveitarfélaganna, auk þess sem í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem varða sérstaklega hagsmuni og fjárhag sveitarfélaganna.
I. Megin athugasemdir bæjarráðs snúa að 30. gr. frumvarpsdraganna sem fjalla um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og eru í fimm megin atriðum.
1) Ákvæði um þátttöku sveitarfélaga í kostnaði við byggingu og búnað hjúkrunarheimila er afar óljóst og til þess fallið að skapa enn frekari ágreining en þegar er um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Það er auk þess óviðunandi fyrir sveitarfélögin að eiga að greiða ákveðinn hluta kostnaðar án þess að eiga aðkomu að ákvörðunum og áætlunum við skipulagningu og framkvæmd þjónustu.
2) Gerð er athugasemd við að ekki er skilgreint hvað átt sé við með “meiri háttar viðhaldi og tækjakaupum”. Í samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga frá árinu 2003 voru sveitarfélög leyst undan þeirri skyldu að greiða viðhald og tækjabúnað á heilbrigðisstofnunum. Ekki er hægt að una því að ríkið ákvarði einhliða að hverfa aftur til fyrirkomulags sem búið var að afleggja vegna þeirra vandamála sem það kallaði á.
3) Óljóst er hvernig skipta skuli kostnaði milli ríkis og sveitarfélaga vegna hjúkrunarrýma á heilbrigðisstofnunum eða sjúkrahúsum. Ekki kemur fram með hvaða hætti meta skuli hvaða hluti húsnæðis og búnaðar er vegna hjúkrunarrýma og hvaða hluti vegna annarrar starfsemi. Bæjarráð minnir á að enn er óleyst deila um kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga vegna byggingar öldrunardeildar/hjúkrunardeildar við Heilbrigðisstofnunina á Suðurlandi, deild sem leysa á af hólmi Ljósheima, öldrunardeild Sjúkrahússins á Suðurlandi.
4) Það vekur athygli að gert er ráð fyrir að þátttaka sveitarfélaganna skuli “ekki vera minni en sem nemur 15% af stofnkostnaði”. Víða um land ríkir slæmt ástand í hjúkrunarmálum aldraðra. Vegna þess hve seint og illa hefur gengið fyrir sveitarfélög og aðra aðila að fá samþykki ríkisins fyrir nýjum hjúkrunarrýmum hafa sveitarfélög séð sig neydd til að leggja til hærra framlag en sem nemur 15% af stofnkostnaði til að eiga möguleika á að fá þessi pláss. Á Selfossi er þörfin t.d. mjög mikil en hægt hefur gengið að fá heimild til uppbyggingar hjúkrunarrýma þrátt fyrir að bæjarstjórn Árborgar hafi margítrekað sína þátttöku, nú síðast með 30% hlutdeild vegna 3ju hæðar viðbyggingar við Heilbrigðisstofnunin Suðurlands. Bæjarráð telur að óeðlilegt ástand hafi ríkt í þessum málum þar sem ný hjúkrunarrými hafa fallið í hlut þeirra sveitarfélaga/aðila sem best bjóða þó að um sé að ræða grundvallar heilbrigðisþjónustu sem er á ábyrgð ríkisins. Með þessum tillögum er sveitarfélögum stillt upp við vegg og tilraun gerð til að auka hlutdeild þeirra til uppbyggingar á hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma án nokkurs samráðs við þau og augljóst að einungis best settu sveitarfélögin eiga möguleika á að byggja upp þessa þjónustu fyrir sína íbúa. Ekkert liggur heldur fyrir um aukna heimild sveitarfélaga til tekjuöflunar sem óhjákvæmileg gæti verið eigi að auka kostnaðarhlutdeild þeirra í opinberum verkefnum af þessu tagi.
5) Bæjarráð Árborgar mótmælir því að sveitarfélögum sé skylt að láta ríkið fá lóðir endurgjaldslaust vegna bygginga skv. grein 30. og að þeim skuli ekki heimilt að innheimta gatnagerðargjöld og lóðarleigu. Sveitarfélögin bera kostnað af framkvæmdum við lóðir og gatnagerð og þann kostnað er þeim heimilt skv. lögum að innheimta af lóðarhöfum. Ekki er hægt að fallast á að aðrar reglur gildi um ríkið sem byggingaraðila heldur en um aðra þá sem fá lóðir til bygginga.
II. Í 15. gr. frumvarpsdraga er gert ráð fyrir að í hjúkrunarrýmum heilbrigðisstofnana og á hjúkrunarheimilum aldraðra sé heimilt að veita þjónustu einstaklingum yngri en 67 ára. Rökin eru í sjálfu sér gild, en í athugasemdum við einstaka greinar á bls. 25 segir m.a.: “Byggir sú nálgun á því sjónarmiði að hver þjóðfélagshópur og hver einstaklingur eigi einfaldlega að eiga kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem honum er nauðsynleg og að þjónusta sem veitt er innan hins opinbera heilbrigðisþjónustukerfis eigi að standa öllum sjúkratryggðum sem hafa þörf fyrir hana til boða án tillits til almennra atriða eins og aldurs viðkomandi.”
Bæjarráð hefur skilning á því að æskilegt geti verið að skilgreina rétt fólks til heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar sem byggi á t.d. aldri eða tegund sjúkdóms eða fötlunar.
Í málinu er þó tvennt sem nauðsynlegt er að hafa í huga við svo afgerandi breytingu á skilgreiningu þjónustuhópsins. Annars vegar sú staðreynd að sá hópur fólks sem breyting þessi vísar til hefur átt undir högg að sækja varðandi nauðsynlega þjónustu til að lifa daglegu lífi, ekki síst úti á landsbyggðinni þar sem fjölbreytileiki þjónustutilboða er minni en á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar þau áform sem fram koma í málinu að fólk undir 67 ára aldri sem býr við alvarleg veikindi og fötlun eigi fáa eða enga aðra búsetu- og þjónustukosti en hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Gera má ráð fyrir að í sumum tilvikum sé um að ræða ungt fólk.
Bæjarráð Árborgar gerir athugasemdir við, með vísan til 30. gr. umrædds frumvarps, að lagt skuli til að sveitarfélögin taki nú þátt í stofnkostnaði vegna þjónustu fyrir ákveðinn hóp sjúklinga sem ekki hefur fengið viðunandi úrlausn sinna mála innan heilbrigðis- og félagsþjónustu á vegum ríkisins.
III. Að lokum er ítrekuð athugasemd varðandi þá stöðu sem sveitarfélögin eru sett í með því að ætla þeim kostnaðarhlutdeild í ákveðnum þáttum án þess að þau eigi hlutdeild í skipulagningu eða áætlunum um uppbyggingu og framkvæmd þjónustunnar hverju sinni. Bent er á að með samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um niðurfellingu á 15% þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og í framhaldi af því niðurlagningu stjórna heilbrigðisstofnana sem sveitarfélögin áttu fulltrúa í, má skilja málið sem svo að kostnaðarhlutdeild sveitarfélaganna feli í sér eðlilega aðkomu fulltrúa þeirra að stjórnun og skipulagningu umræddrar þjónustu. Því vekur það undrun að lögð skuli til aukin kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga á sama tíma sem möguleikar þeirra til að hafa áhrif á þróun mála á sínu svæði eru nánast útilokaðir.
7. 0602068
Rekstrarleyfisumsókn - Ásbjörn Jónsson f.h. Ölfus ehf- vegna Hótel Selfoss - - beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Selfossi
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið.
8. 0602067
Vínveitingaleyfisumsókn fyrir Hótel Selfoss - frá Ásbirni Jónssyni f.h. Ölfus ehf.
Bæjarráð heimilar að vínveitingaleyfi verði gefið út enda komi jákvæðar umsagnir frá umsagnaraðilum.
9. 0602062
Umsögn um landskipti út úr jörðinni Dísarstaðir I - afgreiðsla á umfjöllun landbúnaðarnefndar.
Sjá bókun við afgreiðslu landbúnaðarnefndar í lið 1d í þessari fundargerð.
10. Erindi til kynningar:
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:45
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Páll Leó Jónsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason