Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.12.2013

164. fundur bæjarráðs

164. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 19. desember 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Andrés Rúnar Ingason. varamaður, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, boðaði forföll. 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tækifærisleyfisumsókn um lengri opnunartíma á Frón á annan í jólum og nýársnótt.

Var það samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

13. fundur haldinn 11. desember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301009 - Fundargerðir fræðslunefndar 2013

 

39. fundur haldinn 12. desember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar


3.

1301198 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands með fulltrúum nýrra/væntanlegra skólaþjónusta á Suðurlandi

 

Fundurinn haldinn 6. desember

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál


4.

1312046 - Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilksipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1312054 - Capacent Gallup þjónustukönnun fyrir Árborg, niðurstöður könnunar

 

Bæjarráð samþykkir að fá fulltrúa Capacent til að koma á fund og kynna niðurstöðurnar.

 

   

6. 

1305115 - Félagsheimilið Staður Eyrarbakka. Fyrirspurn um afstöðu húseiganda til þess að sett verði skábraut af svölum og út á pall.

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

7.

1305058 - Upplýsingar um íbúðir Íbúðalánasjóðs til útleigu frá 2013

 

Málinu frestað til 9. janúar nk.

 

   

8.

1312036 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, endurnýjun - Menam á Eyravegi 8

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

9.

1211020 - Sala á Björgunarmiðstöðinni

 

Bæjarráð staðfestir kaupsamning vegna eignarinnar og samkomulag um lokauppgjör.

 

   

10. 

1312048 - Erindi Skátafélagsins Fossbúa, afmælisár félagsins og viðburðir á árinu 2014

 

Bæjarráð samþykkir 200.000 kr. styrk til félagsins vegna afmælisársins.

 

   

11.  

1312049 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur

 

Bæjarráð Árborgar leggur áherslu á að Samband íslenskra sveitarfélaga fari vandlega yfir möguleg kostnaðaráhrif þessa frumvarps á heimili og fyrirtæki.

 

   

12.

1303078 - Fundartímar bæjarráðs

 

Bæjarráð samþykkir að næsti fundur verði fimmtudaginn 9. janúar 2014.

 

   

13.

1312097 - Beiðni um umsögn um umsókn um tækifærisveitingaleyfi - Frón um jól og áramót

 

Bæjarráð samþykkir að opið verði til kl. 04 aðfaranótt 27. desember 2013 og 1. janúar 2014.

 

   

Erindi til kynningar

14.

1312088 - Verðkönnun á æfingagjöldum - fimleikar og handbolti

 

Lagðar voru fram niðurstöður verðkönnunar verðlagseftirlits ASÍ á æfingagjöldum í fimleikum og handbolta. Ánægjulegt er að sjá að skv. könnun ASÍ eru æfingagjöld í fimleikum og handbolta lægst í öllum flokkum sem kannaðir voru, nema í fimleikum 6-8 ára þar sem sveitarfélagið er næstlægst. Bæjarráð þakkar ASÍ fyrir gerð könnunarinnar.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15.

 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Ásta Stefánsdóttir

Andrés Rúnar Ingason

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica