Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.4.2010

164. fundur þjónustuhóps aldraðra

164. fundur þjónustuhóps aldraðra, haldinn þann 30. mars 2010 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kl. 10.00.

Mættir: Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir, Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, Vaka Kristjánsdóttir, yfirmaður félagslegrar heimaþjónustu og Árni Guðmundsson, fulltrúi frá félagi eldri borgara.

1. Steinunn Birna, hjúkrunarfræðingur, sagði frá heilsueflandi heimsóknum en í ár er farið heim til einstaklinga fædda 1930. Búið er að fara til 24 einstaklinga, en hópurinn telur 30. Allir sem búið er að fara til komu vel út og eru ekki í þörf fyrir þjónustu.

2. Guðlaug Jóna kynnti samstarf UNGSÁ, ungmennaráðs Sveitarfélagsins Árborgar og félaga eldri borgara í Árborg ( Selfossi og Eyrarbakka ). Þjónustuhópurinn lýsir ánægju sinni með framtakið.

3. Ungmennafélag Íslands hefur sett á fót nefnd til að útfæra starf eldri ungmennafélaga til framtíðar. Með könnuninni er verið að kanna hvernig hreyfingu eldri borgara er háttað um land allt. Þjónustuhópurinn er ánægður með fjölbreytnina sem er í hreyfingu eldri borgara í Árborg en leggur áherslu á mikilvægi þess að festa átak Janusar Guðlaugssonar í sessi.

4. Kynntar voru breytingar í dagdvölunum Árbliki og Vinaminni en búið er að ráða einn forstöðumann, Ragnheiði Kr. Björnsdóttur, í stað tveggja áður. Þá hefur verið bætt við starfsmanni í Árblik. Nýting hefur verið nokkuð góð en ekki hefur náðst að fylla alveg og mun Heilsugæslan kynna úrræðin enn frekar. Þjónustuhópurinn leggur ríka áherslu á að úrræðin séu til staðar.

5. Elísabet Kristjánsdóttir, íþróttafræðingur og heilsuþjálfari, kom og kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar, Líkams- og heilsuræktarþjálfun eldri borgara í Árborg. Niðurstöður verkefnisins eru glæsilegar og staðfesta enn frekar mikilvægi reglubundinnar hreyfingar og mataræðis.

Fundi slitið kl. 12:00

Arnar Þór Guðmundsson
Árni Guðmundsson
Unnur Þormóðsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Vaka Kristjánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica