Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.1.2014

165. fundur bæjarráðs

165. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 9. janúar 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

67. fundur haldinn 17. desember

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 2013

 

42. fundur haldinn 17. desember

 

-liður 12, 1307083, tillaga að deiliskipulagi í landi Holts. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

-liður 13, 1312089, deiliskipulagstillaga að fráveituhreinsistöð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1301437 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

811. fundur haldinn 13. desember

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1302226 - Fundargerð fagráðs Brunavarna Árnessýslu

 

5. fundur haldinn 18. desember

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

5.

1302051 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss

 

15. fundur haldinn 10. desember

 

-liður 2, staðsetning jólatorgsins á Selfossi. Bæjarráð vísar ábendingunum til menningar- og forvarnafulltrúa til skoðunar.

-liður 3, húsnæðisvandi í sveitarfélaginu, 80 íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru auðar. Bæjarráð hefur ítrekað beint þeim tilmælum til Íbúðalánasjóðs að koma íbúðum í útleigu og sölu.

-liður 4, kattasamþykkt, samþykkt um kattahald var endurskoðuð fyrr á kjörtímabilinu. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að svara þessum lið.

Fundargerðin lögð fram. 

 

   

6.

1301198 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands

 

159. fundur haldinn 19. desember

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

7.

1301266 - Fundargerð stjórnar SASS

 

475. fundur haldinn 16. desember

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

8.

1301058 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

 

232. fundur haldinn 11. desember

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

9.

1305058 - Yfirlit frá Íbúðalánasjóði yfir stöðu mála varðandi íbúðir Íbúðalánasjóðs í Árborg

 

Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Sigurður Erlingsson, kom inn á fundinn ásamt starfsmönnum eignasviðs, Ágústi Kr. Björnssyni og Maríu Ingvarsdóttur.  Bæjarráð lýsti yfir áhyggjum af því að ekki hafi tekist að selja íbúðir. Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs lýstu því yfir að stefnt væri að því að selja allar íbúðir í Árborg á árinu. 

 

   

10.

1304084 - Rekstraryfirlit - 10 mánaða yfirlit árið 2013

 

Yfirlitið lagt fram til kynningar.

 

   

11.

1112102 - Fyrirspurn um stöðu mála varðandi menningarsalinn í Hótel Selfossi vegna 60 ára afmælis Tónlistarskóla Árnesinga 2015

 

Bæjarráð tekur jákvætt í að koma að afmælistónleikum Tónlistarskóla Árnesinga.

 

Helgi S. Haraldsson vék af fundi.

 

   

12.

1401004 - Endurskoðun innkaupareglna

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna drög að nýjum innkaupareglum.

 

   

13.

1010142 - Samkomulag vegna Hagalands

 

Málinu er frestað til næsta fundar.

 

   

14.

1311086 - Kaup á landi vegna hreinsistöðvar fráveitu

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna að kaupum á landi vegna hreinsistöðvar.

 

   

15.

1401022 - Þjónustusamningur við Íþróttafélag FSu

 

Málinu er frestað til næsta fundar.

 

   

16.

1401023 - Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar

 

Bæjarráð samþykkir að fá fulltrúa Flugklúbbs Selfoss á fund til að ræða hlutverk Selfossflugvallar.

 

   

17.

1401024 - Undirbúningur að byggingu búseturúrræðis fyrir fatlaða

 

Málinu er frestað til næsta fundar.

 

   

Erindi til kynningar

18.

1301154 - Málefni hjúkrunarheimila, svarbréf velferðarráðuneytis við erindi bæjarráðs

 

Málinu er frestað til næstsa fundar.

 

   

19.

1312049 - Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur

 

Málinu er frestað til næsta fundar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:35. 

Eyþór Arnalds                                               
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson                        
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                          
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica