166. fundur bæjarráðs
166. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 16.03.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0503088 |
|
|
b. |
0602066 |
|
1b) liður 3b - girðing við Eyrarbakkaveg, bæjarráð tekur undir bókun nefndarinnar og skorar á Vegagerðina að endurnýja girðinguna.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0602006 |
|
3. 0603022
Fundarboð Héraðsnefndar Árnesinga 28. og 29. apríl 2006 -
Fundarboðið var lagt fram.
4. 0603021
Ósk um að fá spildurnar Norðtungu og Akurtungu leigðar eða keyptar - erindi frá Pjetri N. Pjeturssyni, Elsu Magnúsdóttur og Sigríði Pjetursdóttur.
Bæjarráð vísar til afgreiðslu landbúnaðarnefndar í fundargerð 02.03.06 og samþykkir að breyta ekki úthlutun nefndarinnar.
5. 0511033
Lóðarumsókn - gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar - erindi frá félaginu Þyrpingu.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að fyrir liggi deilihugmyndir um nýtingu lands meðfram nýjum þjóðvegi áður en lóðum á þessu svæði er úthlutað. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að vinna greinargerð um málið og skoða þarf m.a. hæð þjóðvegar, tengingar við lóðir og útivistarsvæði.
6. Erindi til kynningar:
a) 0603020
Frítímaþjónusta í sveitarfélögum - fræðsluráðstefna - kynningarbréf og dagskrá ráðstefnunnar.
b) 0603019
Verkefnið - Bændur græða landið - kynningarbréf frá landgræðslustjóra Sveini Runólfssyni
c) 0603023
Búsetumál aldraðra og nýjar leiðir í þjónustu - ráðstefna 16. mars 2006 - dagskrá ráðstefnunnar kynnt.
d) 0601005
Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 10.- 12. maí 2006 - kynningarbréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
e) 0502042
Deiliskipulag - Ártún 2 og 2a athugasemd til skipulags- og byggingarnefndar - frá Gertie og Marínó Jóhannssyni - afrit sent til bæjarráðs.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Páll Leó Jónsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason