Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.1.2014

167. fundur bæjarráðs

167. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 23. janúar 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401095 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

14. fundur haldinn 15. janúar

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1401093 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

68. fundur haldinn 15. janúar

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1301338 - Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu 2013

 

16. fundur haldinn 6. desember

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1401046 - Fundargerð Verktækni ehf 2014

 

Aukaaðalfundur haldinn 15. janúar

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

Almenn afgreiðslumál

5.

1401115 - Aðgerðaráætlun Sv. Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni

 

Bæjarráð samþykkir áætlunina og óskar eftir að hún verði kynnt í nefndum sveitarfélagsins og meðal starfsmanna. Tillaga um skipan heilsuverndarteymis verði lögð fyrir næsta fund.

 

   

6.

1401023 - Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar

 

Fulltrúar Flugklúbbs Selfoss, Helgi Sigurðsson og Þórir Tryggvason, komu inn á fundinn kl. 8:30.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna drög að breytingu á orðalagi aðalskipulags varðandi aukna notkun flugvallarins.

Fulltrúar Flugmálafélags Íslands, Valur Stefánsson og Reynir Guðmundsson, komu inn á fundinn kl. 9.

 

   

7.

1209127 - Staða löggæslumála í Árnessýslu

 

Ólafur Helgi Kjartansson og Oddur Árnason komu inn á fundinn kl. 9:30. Bæjarráð samþykkir að halda opinn fund um löggæslumál og felur framkvæmdastjóra að undirbúa fundinn. 

 

   

8.

1401118 - Samningur við Hestamannafélagið Sleipni um reiðvegi 2014-2018

 

Bæjarráð staðfestir samninginn, enda er hann í samræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

 

   

9.

1310195 - Samningur við Skógræktarfélag Selfoss um framlag til vegagerðar í Hellisskógi 2014-2015

 

Bæjarráð staðfestir samninginn, enda er hann í samræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

 

   

10.

1401165 - Beiðni um umsögn - frumvarp til laga um útlendinga EES reglur og kærunefnd

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

1401086 - Umsókn um veðflutning v/Austurvegar 52

 

Bæjarráð samþykkir veðflutninginn með þeim fyrirvara sem ræddur var á fundinum.

 

 

  

Erindi til kynningar

12.

1401122 - Áskorun ASÍ um að ekki verði um að ræða hækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

1401107 - Lífshlaupið 2014

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:20.

 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica