167. fundur bæjarráðs
167. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 23.03.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi boðaði forföll
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0601057 |
|
|
b. |
0601053 |
|
c. |
0601043 |
|
d. |
0403176 |
|
1a) liður 1 - breyting á leikskólastefnu, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að bæta nýrri setningu inn í leikskólastefnuna.
liður 6a - bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar leikskólarnir verði lokaðir 22. september 2006 vegna haustþings leikskóla.
1b) liður 12 - götunöfn í Tjarnabyggð, bæjarráð samþykkir tillögu landeiganda að götunöfnum.
liður 16 - deiliskipulag Brattholts, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
liður 17 - deiliskipulag við Árveg, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
liður 18 - deiliskipulag lóðanna Ártúns 2 og 2a á Selfossi, bæjarráð samþykkir að fresta staðfestingu liðarins og óskar nánari upplýsinga frá nefndinni.
liður 19 - deiliskipulag við Hulduhóla, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
liður 20 - deiliskipulag Hagalands, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
1c) liður 2a - formaður bæjarráðs gerði grein fyrir fundi meirihlutans með formanni nefndarinnar og verkefnisstjóra félagslegra úrræða.
liður 4c - bæjarráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar að vinna tillögu að reglum um ívilnun í fasteignagjöldum vegna fráfalls maka.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0603047 |
|
|
b. |
0603045 |
|
c. |
0603046 |
|
Lagðar fram.
3. 0603048
Trúnaðarmál -
4. 0603044
Samningur um uppbyggingu reiðvega í Árborg - milli Hestamannafélagsins Sleipnis og sveitarfélagsins
Samningurinn er samþykktur eins og hann liggur fyrir. Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð kr. 15 milljónir vegna vatnslagnar að Eyrarbakka og Stokkseyri, sem einnig nýtist til að standa við greiðslur vegna samningsins í þrjú ár. Fjárhæðin verður sett inn við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
5. 0603049
Rannsókn á flóðasvæði á Eyrarbakka - tilboð frá Verkfræðistofunni Hönnun
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Hönnun um frumkönnun á málinu í samræmi við tilboðið. Bæjarráð leggur áherslu á að verkinu verði hraðað eins og kostur er.
6. 0510005
Nýjar Samþykktir Brunavarna Árnessýslu - vegna innkomu Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Bæjarráð samþykkir samþykktirnar.
7. 0602007
Strætisvagnaferðir milli Reykjavíkur og Selfoss - svar samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar við ályktun bæjarráðs Árborgar
Bréfið var lagt fram.
8. 0601078
Annar áfangi Sunnulækjarskóla-sérdeild og flutningur nemenda - skipun starfshópa - tillaga frá framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar og verkefnisstjóra fræðslumála
Bæjarráð samþykkir að tilnefna vinnuhóp til að fjalla um málefni sérdeildarinnar og gera tillögu til bæjarráðs. Vinnuhópurinn verði skipaður skólastjórum Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, einum fulltrúa frá SASS, einum fulltrúa frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, einum fulltrúa frá bæjarstjórn Árborgar og verkefnisstjóra fræðslumála sem stýrir vinnu hópsins.
Ennfremur samþykkir bæjarráð að tilnefna vinnuhóp til að skipuleggja flutning nemenda unglingadeildar Vallaskóla í Sunnulækjarskóla í ágúst 2007 og gera tillögu til bæjarráðs. Vinnuhópinn skipa skólastjórar Vallaskóla og Sunnulækjarskóla og einn fulltrúi frá hvorum skóla sem skólastjórar tilnefna, einum fulltrúa frá skólanefnd og verkefnisstjóra fræðslumála sem stýri vinnu hópsins.
9. 0603073
Menningarsalur í Hótel Selfossi -
Bæjarráð samþykkir að ræða við eigendur Hótel Selfoss um mögulega á framtíðarnýtingu hússins fyrir menningarstarfsemi og felur bæjarstjóra, formanni og varformanni bæjarráðs að ræða við eigendurna.
10. Erindi til kynningar:
a) 0512065
Athugasemd við deiliskipulag - Austurvegur 51-59 - frá Valgerði Sævarsdóttur og Halldóri Páli Halldórssyni
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason