168. fundur bæjarráðs
168. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 30. janúar 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Rósa Sif Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1401093 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2014 |
|
69. fundur haldinn 22. janúar |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
2. |
1106038 - Gjald vegna orkunotkunar við sæbjúgnaeldi |
|
Bæjarráð samþykkir að veita 25% afslátt af heitavatnsnotkun fyrir árið 2014 í samræmi við reglurnar. |
||
|
||
3. |
1401291 - Styrkbeiðni og hvatning - Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2014 |
|
Bæjarráð hafnar beiðninni. |
||
|
||
4. |
1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi |
|
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, kom á fundinn og fór yfir drög að samningum vegna mjólkuriðnaðarsafnsins. |
||
|
||
5. |
1010142 - Samkomulag vegna Hagalands |
|
Sigurður Sigurjónsson, lögmaður, kom á fundinn kl. 9:30 og fór yfir drög að samningi. Bæjarráð óskar eftir því við bæjarlögmann að sérstakt samkomulag um uppbyggingu íbúðahverfis í Hagalandi og sölu lóða liggi fyrir á næsta fundi. |
||
|
||
6. |
1401348 - Afsláttur af fargjöldum fyrir börn sem stunda íþróttir utan Árborgar |
|
Bæjarráð samþykkir að veita 15% afslátt af strætófargjöldum barna sem eru með lögheimili í Árborg og nota strætó til að stunda íþróttir utan Árborgar. Afslátturinn verði bundinn við það að keypt séu farmiðaspjöld og taki fjöldi farmiðaspjalda sem hver og einn iðkandi getur keypt með afslætti mið af fjölda æfinga. Kvittun fyrir kaupum á farmiðum og staðfesting á að viðkomandi barn stundi íþrótta- eða tómstundastarf sem fellur undir reglur um hvatagreiðslur Árborgar skal framvísað í þjónustuveri Árborgar til að fá afsláttinn. Kostnaður við afslátt vegna einstaklings á aldrinum 12-18 ára sem æfir í níu mánuði þrisvar í viku á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um 16.000 kr. en um 7.000 kr. vegna barns á aldrinum 6-11 ára. |
||
|
||
7. |
1306045 - Deiliskipulag - gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar |
|
Fulltrúar Vegagerðarinnar, Svanur Bjarnason og Eiríkur Bjarnason komu inn á fundinn kl. 9:15. Rætt var um legu Suðurlandsvegar og framkvæmdir við hann við Selfoss og samstarf um göngu- og hjólastíga við þjóðveg í þéttbýli. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Rósa Sif Jónsdóttir |