169. fundur bæjarráðs
169. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 06.04.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0601053 |
|
1a) liður 9 - deiliskipulag Kotferju í Sandvíkurhreppi, bæjarráð samþykkir tillöguna.
liður 11 - deiliskipulag fyrir Austurveg 33-35 á Selfossi, bæjarráð samþykkir tillöguna.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0601124 |
|
3. 0601053
Deiliskipulag vestan Kaðlastaða á Stokkseyri - minnisblað frá bæjarstjóra
Bæjarráð samþykkir tillögu sem fram kemur á minnisblaðinu um að skilgreind byggingarsvæði vestan Kaðlastaða á Stokkseyri, sunnan og norðan þjóðvegar, verði skipulögð sem ein heild. Skipulags- og byggingarnefnd er falin framkvæmd verksins. Stefnt skal að því að skipulagstillaga verði tilbúin til auglýsingar innan 6 mánaða frá samþykkt þessari.
4. 0603080
Miðbæjarskipulag á Selfossi - erindi frá Miðbæjarfélaginu beiðni um viðræður
Bréfið var lagt fram. Bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara.
5. 0601064
Aukaaðalfundur SASS 26. apríl 2006 - fundarboð
Fundarboðið var lagt fram.
6. 0603082
Samstarf opinberra verkkaupa - viljayfirlýsing um samstarf
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið gerist aðili að samstarfinu.
7. 0603079
Merking sveitabæja í Árborg - tilboð frá Vegagerðinni um samstarf við verkefnið
Bæjarráð samþykkir að ganga til samstarfs við Vegagerðina um verkefnið og felur framkvæmda- og veitusviði framkvæmd málsins.
8. 0603095
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar 2005 - A og B hluti
Ársreikningurinn var lagður fram og vísað til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
9. 0604013
Æfingasvæði fyrir ökukennslu - tillaga og greinargerð.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir að bjóða Ökukennarafélagi Íslands svæði undir sérstaka braut þar sem nemendur í almennu ökunámi fengju þjálfun í akstri við erfiðar aðstæður. Í nýju aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Árborg er gert ráð fyrir svæði undir starfsemi af þessu tagi. Sveitarfélagið Árborg er tilbúið til samstarfs um uppbyggingu brautarinnar og nánari útfærslu svæðisins við deiliskipulag þess.
Greinargerð.
Unnið er að því að breyta lögum um ökukennslu og ökupróf á þann veg að allir ökunemar sem ljúka almennu ökuprófi og fá bráðabirgðaökuskírteini til tveggja ára þurfi á þeim tíma að fá þjálfun í akstri við erfiðar aðstæður á sérhannaðri braut þar sem til dæmis er hægt að þjálfa hálkuakstur allt árið. Skilyrði þess að fullnaðarskírteini sé gefið út að tveimur árum liðnum er að þessari akstursþjálfun sé lokið
Engin braut til akstursþjálfunar af þessu tagi er til á landinu í dag.
Í nýju aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Árborg er gert ráð fyrir svæði undir þessa starfsemi ásamt athafnasvæði undir aðrar hliðstæðar greinar á rúmgóðu landsvæði sem er um 20 hektarar.
Svæðið er tilbúið til deiliskipulags og gæti orðið tilbúið til framkvæmda að loknu deiliskipulagsferlinu.
Fulltrúar S og B lista.
Tillagan samþykkt samhljóða
10. Erindi til kynningar:
a) 0603083
Dagur umhverfisins - 25. apríl 2006 - bréf umhverfisráðherra
Bréfinu vísað til umhverfisnefndar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl:
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Páll Leó Jónsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason