Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.8.2017

1. fundur nýs hverfisráðs Selfossi

Fyrsti fundur nýs hverfisráðs Selfoss í ráðhúsi Árborgar miðvikudaginn 26. apríl 2017. Fundur settur 20:10      Mættir eru: Sveinn Ægir Birgisson, Gunnar Egilsson, Kristján Eldjárn Þorgeirsson, María Marko og Valur Stefánsson. Forföll boðuðu: Helgi Sigurður Haraldsson og Lilja Kristjánsdóttir. Fundargerð ritar Sveinn Ægir Birgisson.
  1. Gangbraut vantar á Fossveg. Börn stytta sér leið þegar þau koma gangandi göngustíginn sem liggur bakvið leikskólann Árbæ að leikvellinum sem stendur milli gatnanna Árbakka og Sóltúns.
  2. Hverfisráð hvetur fyrirtæki til að hafa snyrtilegt í hringum sig og vil sérstaklega benda fyrirtækjum sem liggja við Suðurhóla að hafa hreint í kringum sig.
  3. Í Hellisskógi vantar ruslatunnur t.d. til að henda hundaskít. Á bílaplaninu við hellinn eru einhver hlöss af möl og jarðvegi á miðju planinu svo ekki er hægt að snúa við, þetta hefur verið svona frá lok síðasta sumri.
  4. Fjölga ruslatunnum í bænum.
  5. Sundhöll Selfoss er til fyrirmyndar, frábær búningsaðstaða, en þarf að laga dúkinn á barnalauginni við sveppinn.
  6. Á Gesthúsa svæðinu þarf að grisja tré, gróður orðinn þéttur og erfitt að labba um skóginn.
  7. Hverfisráð lýsir hrifningu yfir nýju ljósastaurunum sem komnir eru í nokkrar götur á Selfossi, þetta er klárlega eitthvað sem koma skal.
  8. Bannskilti við bílastæði á Selfoss, koma þarf upp bannskiltum við bílastæði t.d. við kirkjuna og bónus um að bannað sé að gista þar í bílum á næturnar. Benda húsbílum og kuku campers bílum á tjaldsvæðið.
  9. Umferðarljós í hættu. Færa mætti umferðarljósin innar á gangstéttina til að forðast að rútur og trukkar taki þá með sér þegar þér taka beygju við ljósin.
  10. Hjólamenning á Selfossi. Hvetja þarf íbúa til að nota hjólin meira. Vantar hjólagrindur við fyrirtæki og stofnanir, einnig þarf að bæta búningsaðstöðu fyrir starfsfólks ráðhússins til að hengja upp útifatnað. Bæta þarf merkingar á göngustígum þar sem þeim er skipt upp á milli gangandi vegfaranda og hjólreiðafólks. Koma af stað einhvers konar verkefni/átaki milli fyrirtækja og stofnana um að hjóla meira, einnig hvetja grunnskólabörn til að nýta sér þessar samgöngur t.d. með fræðslu eða hjóladegi. Einnig lýsir hverfisráð yfir stuðningi við að hjálmar séu gefnir til grunnskólabarna.
  11. Hverfisráð vil hvetja alla íbúa til að snyrta beðinn sín og runna svo bærinn líti sem best út. Þó finnst hverfisráði vanta verðskrá frá gámastöðinni um hvað kostar að losna við garðúrgang eða annað rusl þangað.
  12. Þriggjatunnukerfið nauðsynlegt á Selfoss sem fyrst, allir spennir að fá það.
  13. Hverfisráð hvetur alla íbúa Selfoss til að hugsa um sitt nær umhverfi. Þá vil ráðið sérstaklega hvetja íbúa sem búa í blokkum til að gróðursetja umhverfis blokkina.
  14. Snjómokstur, passa þarf að loka ekki gangstéttum svo gangandi vegfarendur þurfi ekki að fara út á götu.
  15. Götukort af Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri á Hafnarplanið til að kynna og dreifa umferð um alla Árborg. Fjölga skiltum með myndum af bænum og hafa einhverja sögu með ljósmyndunum.
  16. Gamlar myndir á Selfossi í glugganum í bókasafninu. Gaman væri ef gamlar myndir af staðnum myndu rúlla á skjánum í glugga bóksafnsins.
  17. Vantar að búa til einhvern stað/kennileyti/skúlptúr til að taka myndir við og gæti verið bæjartákn. Þegar farið er til borga og bæja víða um heim er alltaf einhver staður sem allir taka mynd af sér á, þannig staður gæti hjálpað til við að markaðssetja Selfoss sem viðkomustað.
  18. Auglýsa innkomu hjá Jólasveinunum. Fá nærsveitunga og fólk af höfuðborgarsvæðinu til að koma og vera við stödd innkomuna hjá Jólasveinunum úr Ingólfsfjalli, þetta er mikil upplifun og skemmtilegur viðburður sem sveitarfélagið ætti að markaðssetja betur.
  19. Vantar eitthvað fyrir ferðamenn til að skoða t.d. söfn eða sýningar. Þá furðar Hverfisráð sig á að safn um Kaupfélag Árnesinga sé á Hvolsvelli.
  20. Þegar keyrt er Móaveg er hægriregla úr öllum íbúðargötunum. Hverfisráði finnst þetta bara til að villa fyrir fólki og væri til í að sjá biðskyldumerki við gatnamótin þegar komið er úr íbúðargötum.
  21. Hverfisráð styður gerð hringtorgs og undirganga við Eyrarveg og Suðurhóla.
  Fundi slitið 21:25, ákveðið að næsti fundur skuli vera eftir rúma tvo mánuði eða um mitt sumar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica