17.9.2015
17. framkvæmda- og veitustjórnar
17. framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 9. september 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1509020 - Upplýsingaskilti og bannmerki í Árborg 2015 |
|
Farið yfir 9. grein lögreglusamþykkt Árborgar þar sem eftirfarandi kemur fram "Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða". Rætt um ábendingar sem borist hafa vegna brota á ákvæðinu. Framkvæmda- og veitustjóra falið að koma með tillögu að gerð skilta og staðsetningu. |
|
|
|
2. |
1509018 - Endurnýjun götulýsingar 2015 |
|
Framkvæmda- og veitustjóri kynnti drög að útboðsgögnum vegna endurnýjun á götulömpum í Árborg. Samþykkt að bjóða út ljóstvist lampa (LED ljós) fyrir Lambhaga og Laufhaga. |
|
|
|
3. |
1509022 - Styrkir til uppsetningar á varmadælum í Árborg 2016 |
|
Stjórnin samþykkir að auglýsa eftir styrkumsóknum til uppsetningar á varmadælum í samræmi við samþykktar reglur og fjárhagsáætlun 2016. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15
Gunnar Egilsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson