17. fundur íþrótta- og tómstundanefndar,
17. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 18. september 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)
Margrét Magnúsdóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Óskar Sigurðsson, nefndarmaður D-lista
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð
Dagskrá:
- 1. 0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar
ÍTÁ þakkar framkomnar tillögur sbr. máli númer 1, af 16.fundi ÍTÁ og lýsir sig samþykka þeim og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ljúka málinu í samræmi við þær umræður sem áttu sér stað á fundinum. Stefnan samþykkt samhljóða og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kynna stefnuna. - 2. 0809081 - Endurskoðun úthlutunarreglna ÍTÁ
ÍTÁ þakkar framkomnar tillögur og samþykkur nýjar úthlutunarreglur í samræmi við þær breytingartillögur sem komu fram á fundinum.
Erindi til kynningar:
- 3. 0710082 - Niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundastarfi barna og unglinga.
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur um leið foreldra/forráðamenn barna 6 - 18.ára í sveitarfélaginu að nýta sér hvatagreiðslurnar. - 4. 0806045 - Jarðskjálftar 2008 - endurreisn velferðar
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og þeim fjölmörgu aðilum sem komið hafa að endurreisn íþrótta- og tómstundamannvirkja í sveitarfélaginu eftir jarðskjálftana. - 5. 0803119 - Framkvæmdir á íþróttasvæðinu við Engjaveg
Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir að framkvæmdir séu hafnar á svæðinu. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar. - 6. 0806119 - Útikörfuboltavöllur á Vallaskólalóðinni
íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir að búið sé að kaupa áhöld fyrir völlinn en ekki verði byrjað á framkvæmdum fyrr en vorið 2009. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar. - 7. 0609056 - Ungmennahús - undirbúningur
íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir að framkvæmdir við ungmennahúsið gangi vel og vinna við innra starfið sé í fullum gangi. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar. ÍTÁ óskar eftir því að Magnús Matthíasson verkefnisstjóri mæti á næsta fund ÍTÁ og kynni framgang verkefnisins auk kostnaðaráætlunar. - 8. 0802027 - Áhættumat - íþróttamannvirki Árborgar
íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir málið. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar. - 9. 0706073 - Endurskoðun samninga og samkomulaga
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir yfir ánægju sinni með þá samninga sem gerðir hafa verið og hvetur til þess að haldið verði áfram á þessari braut gagnvart fleiri aðilum. ÍTÁ óskar eftir að á næsta fundi liggi fyrir upplýsingar um heildarkostnað sveitarfélagsins við þá þjónustusamninga sem gerðir hafa verið. - 10. 0803008 - Líkamsræktaraðstaða í íþróttahúsi Vallaskóla
Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir að gerð hafið verið aðstaða til líkamsræktar fyrir iðkendur í íþróttahúsi Vallaskóla, enn eigi þó eftir að kaupa áhöld. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að gera þarfagreiningu fyrir aðstöðuna og kostnaðaráætlun. - 11. 0802089 - Samsuð á Selfossi 2008
íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsir að samsuð muni fara fram í íþróttahúsinu Iðu dagana 7-8.nóvember 2008 í samvinnu við nemendafélag FSu. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar. - 12. 0807053 - Útivistarnámskeið
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar framtakinu. - 13. 0809071 - Göngum til góðs 2008
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur um leið íbúa Árborgar til að ganga með til góðs.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:15
Gylfi Þorkelsson
Margrét Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Óskar Sigurðsson
Bragi Bjarnason