17. fundur leikskólanefndar
17. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 17. október 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista (B)
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista
Sigríður Óskarsdóttir, nefndarmaður D-lista
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi ritar fundargerð.
Ari B. Thorarensen og Auður Hjálmarsdóttir boðuðu forföll.
Dagskrá:
1. 0710038 - Þýðingar: á upplýsingum, umsóknum og reglum vegna leikskóla á erlend tungumál
Á undanförnum árum hefur verið mikil fjölgun í leikskólum sveitarfélagsins á börnum sem koma til landsins með erlendum foreldrum sínum. Móta þarf stefnu um móttöku og þjónustu við útlendinga í Árborg og styrkja þær fjölskyldur til jafns við aðrar fjölskyldur í sveitarfélaginu.
Leikskólanefnd leggur áherslu á að foreldrar þeirra barna fái sömu upplýsingar þegar börn þeirra byrja í leikskóla og foreldrar íslenskra barna.
Leikskólanefnd Árborgar beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að við gerð fjárhagsáætlunar 2008 verði gert ráð fyrir fjármagni til að þýða upplýsingar, umsóknir og reglur vegna leikskóla í sveitarfélaginu.
Erindi til kynningar:
2. 0704053 - Skoðunarferð í leikskóla Árborgar
Hluti leikskólanefndarinnar sem átti eftir að skoða leikskóla sveitarfélagsins fóru í skoðunarferð í alla leikskóla sveitarfélagsins 25. september s.l. nefndarmenn voru sammála um að þetta hefði verið fróðleg og skemmtileg ferð.
3. 0710039 - Ársskýrslur leikskóla 2006-2007 Ársáætlanir leikskóla 2007-2008
Árskýrslur Glaðheima, Ásheima, Brimvers og Árbæjar og Ársáætlanir Glaðheima, Ásheima, Brimvers, Æskukots og Árbæjar til kynningar.
4. 0701063 - Fundargerðir leikskólastjóra og -fulltrúa 16. október 2007
Til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17.40
Sædís Ósk Harðardóttir
Róbert Sverrisson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Sigríður Óskarsdóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir