Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.4.2008

17. fundur umhverfisnefndar

17. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 16. apríl 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15Mætt:Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista (V)

Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála

Dagskrá:

•1. 0711111 - Aðalskipulagsbreyting - Eyðimörk

Umhverfisnefnd óskar skíringa í lið um efnislosun a1 að öðru leiti gerir nefndin ekki athugasemdir við deiliskipulagsins
Elfa Dögg Þórðardóttir fagnar því að þetta svæði verði ekki tekið undir íþróttasvæði.

•2. 0802028 - Héraðsáætlanir Landgræðslunnar

Umhverfisnefnd fagnar tilnefningu Katrínar Georgsdóttir sem tengiliðs og óskar eftir þeirri fræðslu sem landgræðslan hefur að bjóða.

•3. 0804064 - Dagur umhverfisins 2008

Umhverfisnefndin hefur ákveðið hverjir hljóti umhverfisverðlaun 2008 sem verður kynnt á degi umhverfisins föstudaginn 25 apríl. Nefndin ákvað að átakið "Tökum á Tökum til" hefjist á degi umhverfisins og standi til 8 maí þegar 10 ára afmæli sveitarfélagsins Árborgar hefst.

•4. 0804087 - Siglingar á Ölfusá

Umhverfisnefnd hvetur Björgunarfélagið til að sigla ekki á Ölfusá við Selfoss á varptíma nema brýna nauðsyn beri til. Álftir sem verpa í Neðri-Laugardælaey, hafa afrækt og annað fuglalíf orðið fyrir truflun. Jafnframt hefur Rótarýklúbbur Selfoss, sem plantar trjám í eynni, verið of snemma á ferðinni og hafa gæsaregg rétt verið að klekjast þegar þeir hafa farið, sbr. frétt og mynd í Dagskránni fyrir örfáum árum. Varptími er frá 15 apríl-15 júlí, en þess utan sér nefndin ekkert athugavert við æfingar á ánni eða gróðursetningar í eynni, enda nauðsynlegt að félagar Björgunarfélagsins læri að sigla á hinu varhugaverða og mannskæða vatnsfalli.

 

•5. 0804095 - Útivistarsvæði og skólalóðir í Árborg

Katrín upplýsir að nú sé verið að skoða breytingar á skólalóð Vallaskóla Sandvík, m.a. vegna breytinga á sundlaugarsvæðinu. Siggeir upplýsir að búið sé að ráða starfsmann í sumar, sem muni fara yfir öll leiktæki á öllum leiksvæðum í sveitarfélaginu, á skólalóðum, leikskólalóðum, leiksvæðum og opnum svæðum. Hann muni sjá um endurnýjun þeirra í samræmi við reglur og eftirlit með umhirðu og öryggi þeirra. Nefndin leggur áherslu á að við breytingar á skólalóð við Sandvík verði lóðin skipulögð í heild sinni og svo hún verði barnvænni og vistvænni. Þessum umbótum þarf að ljúka fyrir næsta haust.

Erindi til kynningar:

•6. 0804030 - Ársfundur náttúruverndarnefnda 2008

Umhverfisnefnd lýsir áhuga á því að formaður nefndarinnar Jóhann Óli Hilmarsson fari á fundinn og starfsmaður sveitarfélagsins. Nefndin minnir á að hún er að vinna að friðlýsingarverkefnum í sveitarfélaginu og tengist það höfuðefni fundarins.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Jóhann Óli Hilmarsson                                     
Soffía Sigurðardóttir 
Elfa Dögg Þórðardóttir                                    
Siggeir Ingólfsson
Katrín Georgsdóttir                                          
Björn Ingi Gíslason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica