Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.11.2006

17. fundur bæjarráðs

 

17. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 02.11.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þórunn J Hauksdóttir, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0606107
Fundargerðir leikskólanefndar



frá 20.10.06 og 25.10.06


b.


0601112
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar



frá 25.10.06


c.


0606112
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar



frá 26.10.06

 

1a) - liður 1 í fundargerð frá 25.10.06, bæjarráð frestar afgreiðslu málsins um eina viku.

-liður 7 í fundargerð frá 25.10.06, bókun:
Meirihluta bæjarráðs Árborgar er mjög ljúft að tilkynna að ákvörðun hefur verið tekin um að stækka leikskólann Æskukot á Stokkseyri um eina deild á næsta fjárhagsári. Gert verður ráð fyrir fjármunum til verkefnisins á fjárhagsáætlun ársins 2007.
Meirihluti B- og D-lista.
 
-liður 8.a í fundargerð frá 25.10.06:
Bæjarráð tekur undir ánægjuraddir í leikskólanefnd um framtak starfsfólks til endurmenntunar. Í þessu tilfelli fer vel á því að starfsdagar leikskólans séu þeir sem lagðir eru til svo þjónusta leikskólans skerðist ekki og samþykkir bæjarráð því tillöguna.

 

1c) - bæjarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 6. lið fundargerðarinnar með framkomnum athugasemdum.
-bæjarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillögur skv. 7. og 8. lið fundargerðarinnar.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0601091
Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands



frá 19.10.06


b.


0601067
Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands



frá 19.09.06 og 20.10.06

 

Lagðar fram.

 

3. 0504004
Sala á hluta úr landi jarðarinnar Hafliðakots/Borgar -

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjendur.

4. 0405087
Beiðni UMFS um fjárframlag vegna 17. júní hátíðarhalda -

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra UMFS.

5. 0610096
Svör við fyrirspurnum - Svar við fyrirspurn Gylfa Þorkelssonar, S-lista, og Jóns Hjartarsonar, V-lista, frá 19.10.2006, varðandi fyrirhugaða byggingu sex deilda leikskóla við Leirkeldu, Selfossi.

Á fundi bæjarráðs 18. maí sl. var samþykkt “að fela framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs í samstarfi við verkefnisstjóra fræðslumála að hefja nú þegar undirbúning að byggingu nýs fjögurra deilda leikskóla í Suðurbyggð á Selfossi. Undirbúningi verði hagað þannig að leikskólinn verði tekinn í notkun um miðjan ágúst 2007.”
Undirbúningur hefur falist í því að metin hefur verið þörf á leikskólarými eftir að Hulduheimar hafa verið teknir í notkun. Miðað hefur verið við nýjar tölur um fólksfjölgun, aldursbil leikskólabarna frá 18 mánaða og lokun leikskóla á undanþágu. Þetta endurmat er nú á lokastigi og gæti það haft áhrif á verktíma framkvæmdarinnar. Staðsetning sem getið er í bókun bæjarráðs byggir á því að uppbygging íbúðabyggðar í Suðurbyggð A á sér stað þessar vikurnar og verður svo næstu mánuði auk þess sem uppbygging á Björkurstykki og hluta Björkurlands kemur í kjölfar þeirrar byggðar. Þar sem beiðni bæjarráðs kemur fram á miðju ári var ljóst að sækja þyrfti um fjárveitingu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006. Það hefur verið gert ásamt því að sótt er um fjárveitingu til verkefnisins á næsta ári.
 Alútboð var af framkvæmda- og veitusviði talinn hagkvæmasti kostur fyrir bæjarsjóð og bygging sex deilda skóla er nauðsyn ef byggingin á að geta tekið við þeim fjölda barna sem vænta má úr Suðurbyggð A og Björkurstykki/Björkurlandi. Tímasetning útboðsins er fyrst og síðast vegna þess að í bókun bæjarráðs frá síðasta kjörtímabili, er gefinn upp opnunardagur leikskólans. Til þess að ná sem rýmstum framkvæmdatíma var ákveðið að auglýsa strax þrátt fyrir að heimild fáist ekki formlega fyrr en með afgreiðslu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2006. Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi sveitarfélag og veitir íbúum sínum góða þjónustu. Bygging nýs leikskóla við Leirkeldu er til að mæta fjölgun barna á leikskólaaldri og til að uppfylla það markmið meirihluta bæjarstjórnar að öllum börnum frá 18 mánaða aldri skuli standa til boða vistun á leikskólum sveitarfélagsins. Meirihluti bæjarstjórnar hefur mikinn metnað hvað varðar þjónustu sveitarfélagsins, að hún sé ávallt meðal því besta sem íbúum sveitarfélaga á Íslandi býðst. Þess vegna var auglýsing á útboð leikskólans við Leirkeldu í fullu samræmi við áætlanir.
Meirihluti B- og D-lista

6. 0606112
Svör við fyrirspurnum - Svar við fyrirspurn Jóns Hjartarsonar, V-lista, og Gylfa Þorkelssonar, S-lista, varðandi fyrirhugaða byggð sunnan Löngudælar.

Málið er á hugmyndastigi, formlegt erindi hefur ekki borist og hefur því, eðli málsins samkvæmt, ekki verið leitað umsagna.
Meirihluti B- og D-lista.


7. Erindi til kynningar:

 

a) 0502002
Bréf aðalstjórnar UMFS og stjórnar íþróttavallarnefndar UMFS varðandi upphitun gervigrasvallar -

Bæjarráð þakkar bréf íþróttavallanefndar UMFS frá 29. sept. og aðalstjórnar UMFS frá 5. okt. um upphitun gervigrasvallar við Engjaveg á Selfossi. Það er ánægja að segja frá þeirri ákvörðun bæjarráðs að gervigrasið við Engjaveg skuli upphitað sem fyrst og nú þegar hefur kostnaðaráætlun verið gerð. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að ganga nú formlega til samninga um kaup og uppsetningu dælubúnaðar og þess að hita upp gervigrasvöllinn við Engjaveg. Kostnaði er vísað til fjárhagsáætlunar 2007.

b) 0510037
Bréf UMFS varðandi uppbyggingu aðalleikvangsins við Engjaveg. -

Bæjarráð þakkar bréf stjórnar íþróttavallanefndar UMFS frá 29. sept. þar sem fagnað er uppbyggingu aðalleikvangs við Engjaveg. Það er ánægja að upplýsa að nú þegar er hafin vinna við framkvæmda-og fjárhagsáætlanir um uppbyggingu íþróttamannvirkja almennt.
Áætlanirnar miðast við að uppbygging sé Sveitarfélaginu Árborg til sóma. Bæjarráð ítrekar fyrri óskir sínar um að halda landsmót UMFÍ 2012 og treystir á góða samvinnu við UMFS svo það takmark megi nást.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, situr hjá við afgreiðslu málsins.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40.

Þórunn J Hauksdóttir                                      
Margrét Katrín Erlingsdóttir
Gylfi Þorkelsson                                             
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica