17. fundur félagsmálanefndar
17. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 10. september 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Kristín Eiríksdóttir, formaður, B-lista (B)
Alma Lísa Jóhannsdóttir, varaformaður, V-lista
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða
Kristjana Magnúsdóttir, starfsmaður
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri ritaði fundargerð. Þórunn Elva Bjarkadóttir (S) boðaði forföll.
Dagskrá:
1. 0708050 - Svar við fyrirspurn vegna félagslegrar heimaþjónustu
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar úrræða svarar fyrirspurn Guðmundar B. Gylfasonar (D)frá síðasta fundi nefndarinnar.
,,Það hefur gengið illa að fá afleysingafólk til starfa í sumar en starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu hafa unnið þrekvirki við að sinna þeim þjónustuþegum sem máttu ekki við þjónustuskerðingu. Aukið álag var á föstu starfsliði í sumar en því miður urðum við að skerða þjónustu og jafnvel að fella hana niður á einstaka heimilum".
2. 0709023 - Fjárhagsaðstoð - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
3. 0704033 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
4. 0703034 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
Erindi til kynningar:
5. 0708089 - Vinna við forvarnir 2007
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar kynnti m.a. fyrir nefndarmönnum átaksverkefni í forvörnum 2007, einnig var farið yfir helstu atriði varðandi heimsóknir starfsmanna Fjölskyldumiðstöðvar inn í skólana með lögreglunni en búið er að fara í Vallaskóla. Starfsmenn Fjölskyldumiðstöðvar hittu alla foreldra barna í 8.-10 bekk í Vallaskóla til að fara yfir útivistatíma og kynna foreldrarölt og mikilvægi þess. Á næstu dögum verður farið í efstu bekki í BES og Sunnulækjaskóla. Öllum börnum í 1. bekk verður sent segulspjöld með útivistatímanum eins og hefur verið undanfarin ár. Þá kynnti verkefnisstjóri þær blaðagreinar sem hafa farið í staðarblöðin og sagði frá að fleiri greinar væru væntanlegar. Þá kynnti verkefnisstjóri skýrslu frá Rannsókn & greiningu um vímuefnaneyslu ungs fólks í Árborg sem gerð var sl. vor og upplýsti jafnframt að fyrirhugaður kynningarfundur yrði innan skamms. Einnig sagði Anný frá busaballi sem hún og Guðmundur B. Gylfason voru á.
6. 0704047 - Jafnréttismál
Landsfundur jafnréttisnefnda var haldin í Fjarðabyggð dagana 4.-5. júní sl. Fundurinn ályktaði eftirfarandi: ,,Fundurinn hvetur atvinnurekendur, stjórnvöld og almenning til að uppræta staðalímyndir um karla- og kvennastörf með það að markmiði að ná fram raunverulegu jafnrétti á vinnumarkaði og á heimilum. Markvisst ber að fjölga einstaklingum af því kyni sem er í minnihluta í hverri starfsgrein og brýnt er að hækka laun uppeldis- og umönnunarstétta."
Fundurinn hvetur sveitarfélög til að auka sveigjanleika í starfsemi leikskóla svo samræma megi betur fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku beggja foreldra. Þá er brýnt að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að því að stytta vinnutíma foreldra, þannig að þeim verði gert kleift að sinna betur fjölskylduábyrgð sinni.
Fundurinn hvetur sveitarfélög til að breyta lögreglusamþykktum þannig að starfsemi nektardansstaða verði ekki leyfð, enda felur slík starfsemi í sér mannfyrirlitningu og eykur enn á misrétti kynjanna.
Fundurinn hvetur Alþingi til þess að samþykkja óbreytt framkomið frumvarp um breytingar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Félagsmálanefnd skorar á stofnanir innan sveitafélagsins að fylgja ályktun landsfundar jafnréttisnefnda sveitafélaganna eftir.
7. 0709026 - Karlar til ábyrgðar - meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi
Lagt fram til kynningar
8. 0709025 - Nýr starfsmaður -Sérfræðingur í öldrunarmálum
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir upplýsti að Þorgerður Jóhanna Guðmundsdóttir hefur látið af störfum sem sérfræðingur í öldrunarmálum, ráðið hefur verið í stöðuna, Vaka Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin og býður félagsmálanefnd hana velkomna til starfa.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.55
Kristín Eiríksdóttir
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Kristjana Magnúsdóttir