Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.1.2008

17. fundur skólanefndar grunnskóla

17. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2008 í , Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10

Mætt: 
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista (V)
Þórir Haraldsson, varaformaður, B-lista (B)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Samúel Smári Hreggviðsson varamaður  D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Eyjólfur Sturlaugsson, skólastjóri, fulltrúi skólastjóra
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, fulltrúi foreldra
Sædís Ósk Harðardóttir, fulltrúi kennara
Guðbjörg Halldórsdóttir, fulltrúi kennara

Dagskrá:

1. 0712052 - Trúnaðarmál

Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók

2. 0712032 - Reglur um skólavistun Í Sveitarfélaginu Árborg.

Lögð var fram tillaga að reglum um skólavistun í Sveitarfélaginu Árborg. Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

3. 0712058 - Umsögn um frumvörp - grunnskólar (heildarlög) og leikskólar (heildarlög)

Skólanefnd samþykkir að afgreiðsla umsagnar um frumvörp - grunnskólar (heildarlög) og leikskólar (heildarlög), verði frestað til næsta skólanefndarfundar.
Boðað verður til næsta skólanefndarfundar vegna málsins, mánudaginn 21. janúar en athugasemdir og umsagnir þurfa að hafa borist verkefnisstjóra fræðslumála fyrir klukkan 12 að hádegi fimmtudaginn 17. janúar.


4. 0712059 - Umsögn um frumvörp - heildarlög um framhaldsskóla 286. mál og lög um menntun og ráðningu kennara og ... 288. mál

Skólanefnd samþykkir að afgreiðsla umsagnar um frumvörp - heildarlög um framhaldsskóla, 286. mál, og lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 288. mál,
verði frestað til næsta skólanefndarfundar.
Boðað verður til næsta skólanefndarfundar vegna málsins, mánudaginn 21. janúar en athugasemdir og umsagnir þurfa að hafa borist verkefnisstjóra fræðslumála fyrir klukkan 12 að hádegi fimmtudaginn 17. janúar.

Erindi til kynningar:

5. 0703153 - Skólaþróunarsjóður Árborgar- Úthlutun 2007

Lögð var fram til kynningar úthlutun úr skólaþróunarsjóði Árborgar.

6. 0702016 - Úttektir heilbrigðiseftirlitsins í stofnunum Árborgar 2007

Lagt var fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um reglubundið eftirlit í Vallaskóla.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45

Sigrún Þorsteinsdóttir                           
Þórir Haraldsson
Sandra D. Gunnarsdóttir                                  
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Samúel Smári Hreggviðsson                             
Sigurður Bjarnason
Elín Höskuldsdóttir                                          
Eyjólfur Sturlaugsson
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir                        
Sædís Ósk Harðardóttir
Guðbjörg Halldórsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica