Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.9.2008

17. fundur lista- og menningarnefndar

17. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 18. september 2008  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15

Mætt:
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista (V)
Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður B-lista (B)
Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista (S)
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður D-lista
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála

Fundarmenn og verkefnastjóri buðu nýjan aðalmann D-lista, Björn Inga Bjarnasona velkominn til starfa í nefndinni.

Andrés Sigurvinsson ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

  • 1. 0709111 - Menningarhúsnæði - skýrsla frá RHA

    Lista- og menningarnefnd þakkar skýrsluhöfundum fyrir vel unnið verk. Jafnframt er öllum þeim fjölmörgu sem þátt tóku í greiningarvinnu vegna húsnæðis fyrir lista- og menningarstarf í Árborg þakkað fyrir þeirra framlag. Í skýrslunni eru samandregnar miklar og gagnlegar upplýsingar sem munu nýtast vel til stefnumótunar í sveitarfélaginu í þessum málaflokki. Lista- og menningarnefnd hvetur íbúa Árborgar til að fjölmenna á kynningarfund sem verður haldinn í Aðalsal Hótel Selfoss mánudaginn 22. september 2008 kl. 20.00 um efni skýrslunnar og taka virkan þátt í þeirri stefnumótun sem framundan er.
  • 2. 0809037 - Nótt safnanna á Suðurlandi 2008

    Lista- og menningarnefnd fagnar framtakinu og vonar að þetta verði upphaf að enn frekari samstarfi milli staða á Suðurlandi á menningarsviðinu. Nefndin vill hvetja íbúa Árborgar til almennrar þátttöku á "Nótt safnanna 2008" helgina 7. - 9. nóvember n.k. Sömuleiðis hvetur nefndin alla þá sem kunna að luma á hugmyndum og langar að koma á framfæri, að hafa samband við Gísla Sverri Pálsson, (gislisv@r3.is), sem fer með verkefnisstjórn á Nótt safnanna 2008 fyrir svæðið í heild.
    Sömuleiðis hvetur nefndin íbúa til að hafa samband við forstöðumenn safna Árborgar og /eða verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála Sveitarfélags Árborgar.

    Nefndin ítrekar ánægju sína með framtakið við stjórn "Samtaka safna á Suðurlandi", en hana skipa: Lýður Pálsson, formaður (lydur@snerpa.is), Kristín Jóhannsdóttir, ritari (kristinj@vestmannaeyjar.is) Þuríður Aradóttir, gjaldkeri(thuri@hvolsvollur.is) og Ólafía Jakobsdóttir, varamaður (kbstofa@simnet.is)um leið og hún fagnar stofnun Samtakanna og óskar stjórninni velfarnaðar í störfum sínum.

  • 3. 0809088 - Matur og menning úr héraði - beiðni um samstarf við Árborg.

    Verkefnisstjóri upplýsti nefndina um fund sem hann sat með Eygló Harðardóttur frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og Kára Bjarnasyni, sem fer m.a. með forstöðu Bókasafns Vestmannaeyja. Þar gerði Eygló grein fyrir hugmyndinni um Mat og menningu 2008, sem hefur það að aðalmarkmiði að kynna sunnlenska matargerð og sunnlenskt hráefni. Þetta yrði stór þáttur í hinni sameiginlegu menningarhelgi 7. - 9. nóv. Fram kom og að sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að halda utan um þetta verkefni.
    Nefndin fagnar hugmyndinni og lýsir fullum stuðningi við hugmyndina og hvetur alla sem að málinu gætu komið á einn eða annan hátt að hafa samband við Eygló Harðardóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og / eða verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála í Sveitarfélaginu Árborg.
  • 4. 0805110 - Menningarviðurkenning 2008

    Lista- og menningarnefnd leggur til að afhending menningarviðurkenningar fyrir 2008 fari fram á Uppskeruhátíð í desember 2008 eins og gert var síðast liðið ár. Ástæðan er fyrst og fremst ófyrirséðir atburðir í maí sl. Nefndin leggur jafnframt til að menningarviðurkenningin verði framvegis afhent með viðhöfn á Vori í Árborg. Samþykkt samhljóða.
  • 5. 0512073 - Sveipurinn - samstarfssamningur við Sigrúnu Ólafsdóttur um myndlistarverk

    Verkefnisstjóri gerði grein fyrir málinu og kom m.a. fram að nú væri ljóst að kostnaður við vinnu og uppsetningu á verkinu yrði meiri en áætlað var í fyrstu. Undirstrikað var að samningar hefði verið gerður við listamanninn, Sigrúnu Ólafsdóttur í desember 2005. Vitnað var í nýsamþykkta menningarstefnu sveitarfélagsins (janúar 2008)þar sem m.a. kemur fram að stefna skuli að að kaupum og uppsetningum á listaverkum. Ræddar voru og ýmsar leiðir og hugmyndir um fjármögnun m.a. að fá einkaaðila að koma að verkinu.

    Lista- og menningarnefnd leggur ríka áherslu á að gerður hafi verið samningur við listamanninn. Samþykkt samhljóða.

  • 6. 0809080 - Picasso á Íslandi

    Lista- og menningarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti að lána listaverkið "Gretti" eftir Sigurjón Ólafsson á væntanlega sýningu í Listasafni Árnesinga í byrjun október. Jafnframt fagnar nefndin framtakinu um væntanlegt málþing í nóvember nk. og hvetur íbúa til að fjölmenna þegar þar að kemur á báða atburðina og heiðra þannig aldarminningu listamannsins.

Erindi til kynningar:

  • 7. 0808108 - Riff - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 2008

    Verkefnisstjóri upplýsti nefndina að hefði verið boðið að taka þátt í Riff, sem er Reykjavík
    international film festival 2008, sem fram fer 25. sept - 5. okt nk. Sýningar hér í Árborg yrðu að öllum líkindum í byrjun október. Árborg er eitt þriggja sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins sem slíkt boð hafa fengið, hin eru Akureyri og Ísafjörður. Áhersla verður lögð á myndir fyrir ungmenni og umhverfi og er áætlaður kostnaður 125 - 200 þúsund krónur.
    Lista- og menningarnefnd er sammála þátttöku og að sótt skuli um fjármuni til verkefnisins í Barnamenningarsjóð Árborgar, hjá menningarráði Suðurlands og til bæjarráðs. Verkefnisstjóra falið að ljúka málinu. Samþykkt samhljóða.
  • 8. 0804123 - Sumar á Selfossi 2008

    Lista- og menningarnefnd þakkar upplýsingarnar og hvetur þá sem hafa hlotið opinberan styrk frá menningarsjóðnum að skila jafnframt inn greinagerðum og uppgjöri.
  • 9. 0809049 - Umsóknir haustið 2008 Menningarráð Suðurlands

    Verkefnisstjóri gerði grein fyrir málinu og hvað væri í farvatninu. Nefndin þakkar upplýsingarnar og styður að sótt verði um styrk til að halda málþing um Alþýðumenntun m.t.t. Skólasöguseturs á Eyrarbakka og styrk til að hefja undirbúning að starfsemi atvinnuleikhóps. Þessi mál verða öll unnin í nánu samstarfi við grasrótina.
  • 10. 0806055 - Styrktarsjóður EBÍ 2008

    Verkefnisstjóri upplýsti að sótt hefði verið um styrk til málþings um Alþýðumenntun á Íslandi m.t.t. Skólasöguseturs á Eyrarbakka, en eins og fram kom er undirbúningsvinna við það verkefni í fullum gangi.
    Lista- og menningarnefndin lýsir sig samþykkta og vonar að senn komi að því að skólasögusetur verði að veruleika við ströndina.
  • 11. 0808124 - Umsókn um aðild að verkefni á sviði kynningar- og ferðaþjónustu (Norðurljós)

    Lista- og menningarnefnd fagnar og lýsir sig samþykka ákvörðun bæjarráðs, sem á dögunum samþykkti samhljóða að sækja um aðild að svonefndu Norðurljósaverkefni, sem er samstarfsverkefni 5 sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila og einstaklinga víðs vegar um landið. Nefndin tekur undir að "Um er að ræða mjög gott tækifæri til að markaðssetja Sveitarfélagið Árborg sem áhugaverðan og vinsælan ferðamannastað og getur haft gríðalega víðtæk áhrif á atvinnuuppbyggingu í Árborg og nágrenni".
  • 12. 0808079 - Einn, tveir.... tónleikar

    Verkefnisstjóri upplýsti að Einar Bárðarson hefði ákveðið að fresta fyrirhuguðum tónleikum í september um eitt ár eða til 2009. Lista- og menningarnefnd þakkar upplýsingarnar.
  • 13. 0809091 - Ást á Norðurlöndum á Norrænu bókasafnsvikunni 2008

    Lista- og menningarnefnd þakkar upplýsingarnar.

     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:40

Andrés Rúnar Ingason
Sigrún Jónsdóttir
Már Ingólfur Másson
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason
Andrés Sigurvinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica