27.11.2014
17. fundur bæjarráðs
17. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 27. nóvember 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðaði forföll. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
1. |
1402107 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands |
- fundur haldinn 26. september 160. fundur haldinn 14. nóvember
|
Fundargerðirnar lagðar fram. |
|
2. |
1402007 - Fundargerðir stjórnar SASS |
- fundur haldinn 23. september 487. fundur haldinn 14. nóvember
|
Fundargerðirnar lagðar fram. |
|
Almenn afgreiðslumál |
3. |
1411113 - Starfshópur um hjúkrunarrými í Árnessýslu |
Starfshópurinn lagði fram eftirfarandi tillögu til umræðu og skoðunar á fundi Héraðsnefndar Árnesinga í október: Sveitarfélögin komi sér saman um að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt á Selfossi. Sótt verði um 60 rými og er þá bæði horft til þess biðlista sem er eftir hjúkrunarrýmum í sýslunni og þeirra upplýsinga sem fengist hafa í heilbrigðisráðuneytinu um að ekki séu uppi áform af þess hálfu um að bæta húsakost á dvalar- og hjúkrunarheimilum í sýslunni sem telst ekki hafa viðunandi húsnæði, heldur sé horft til þess að í framtíðinni verði byggt upp nýtt heimili á svæðinu. Sveitarfélagið Árborg á lóð í s.k. Hagalandi sem er skv. skipulagi ætluð fyrir starfsemi af þessum toga, aðrir kostir koma einnig til greina, allt eftir stærð og útfærslu (bygging á einni hæð eða fleiri hæðum). Af þessum 60 rýmum væri hægt að vista nokkur í öðrum sveitarfélögum, t.d. í samræmi við hugmyndir Sveitarfélagsins Ölfuss að aukinni þjónustu við eldri borgara í Ölfusi, en í þeim hugmyndum er gert ráð fyrir að smám saman verði byggð upp u.þ.b. sex hjúkrunarrými að Egilsbraut 9, sem nýti húsnæði sem fyrir er og tengist þeirri þjónustu sem þar er veitt eldri borgurum í dagvist og annarri starfsemi, en með samstarfi við stofnun í öðru sveitarfélagi um þjónustu iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og væntanlega hvað varðar þjónustu hjúkrunarfræðings. Hópurinn sér fyrir sér að svipað úrræði væri mögulegt að þróa í uppsveitum Árnessýslu í tengslum við þjónustukjarna aldraðra eftir því sem viðeigandi uppbygging þeirra ætti sér stað í framtíðinni. Hópurinn telur að æskilegt væri að leita til utanaðkomandi rekstraraðila hvað varðar rekstur einingarinnar. Flest þau sveitarfélög sem hafa byggt upp ný heimili á síðustu árum hafa farið þá leið. Ekki er ljóst þegar þetta er ritað hvort hin svokallaða leiguleið muni standa sveitarfélögum til boða varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma eða hvort einungis verði horft til þess fyrirkomulags að ríkið greiði 85% og sveitarfélögin 15% stofnkostnaðar. Vegna ýmissa óvissuþátta sem leiguleiðin hefur í för með sér má telja æskilegra að leita eftir því að ?hin? leiðin verði farin. Í skýrslu hópsins frá 2013 er fjallað um stærðarhagkvæmni í rekstri og jafnframt bent á að skipting einingarinnar í fleiri hluta kalli á aukinn rekstrarkostnað sem gæti leitt til þess að greiða þyrfti með starfseminni. Jafnframt telur hópurinn æskilegt að þrýst verði á að heimahjúkrun verði aukin á svæðinu. Bæjarráð Árborgar tekur undir það sjónarmið að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin komi sér saman um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, þar er landrými fyrir hendi og biðlisti eftir hjúkrunarrýmum. Bæjarráð tekur undir tillögu hópsins og hvetur til þess að ríkisvaldið komi að uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Selfossi. |
|
4. |
1411121 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 17. nóvember 2014, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll |
Bæjarráð Árborgar tekur undir tillöguna og telur verkefnið vel fallið til þess að styrkja svæðið. |
|
5. |
1411122 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 17. nóvember 2014, um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, afnám lágmarksútsvars |
Bæjarráð Árborgar leggst gegn því að ráðist verði í þá breytingu að afnema lágmarksútsvar. |
|
6. |
1411142 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 20. nóvember 2014, um umsögn, tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll |
Bæjarráð Árborgar tekur undir tillöguna og telur að millilandaflug frá fleiri stöðum á landinu sé vel fallið til þess að styrkja landsbyggðina. |
|
7. |
1411123 - Verkefnið Children´s Art Gallery of Europe í Úkraínu, dags. 18. nóvember 2014 |
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og menningarnefndar. |
|
8. |
1409093 - Forsendur fjárhagsáætlunar 2015, tillaga fjármálastjóra, dags. 24. nóvember 2014, um álagningarhlutfall útsvars |
Bæjarráð samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2015 verði 14,52%. |
|
Erindi til kynningar |
9. |
1411117 - Samstarf um frumkvöðlasetur SASS og NMÍ (Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands), samningur, dags. 6. október 2014 |
Lagt fram til kynningar. |
|
10. |
1411163 - Ársfundur Birtu, starfsendurhæfingar Suðurlands 2014, fundarboð vegna fundar 20. nóvember 2014 |
Lagt fram til kynningar. |
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00.
Gunnar Egilsson |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Íris Böðvarsdóttir |
Viðar Helgason |
|
Ásta Stefánsdóttir |