17. fundur fræðslunefndar
17. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 19. janúar 2012 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Þorsteinn G. Þorsteinsson, varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara,
Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla,
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna,
Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
1. 1201087 - Verklagsreglur um þjónustu við grunnskólanemendur sem eru með fjölþættan vanda
Drög að verklagsreglum vegna þjónustu við nemendur sem eru með fjölþættan vanda.
Fræðslustjóri kynnti drög sem hann og skólastjórar grunnskólanna í sveitarfélaginu hafa unnið og sent til umsagnar og skoðunar inn í skólana, til fræðslunefndar, félagsmálastjóra, framkvæmdastjóra Skólaskrifstofu og fleiri aðila. Verklagsreglunum er meðal annars ætlað að auðvelda starfsfólki að bregðast við vanda sem upp kemur hjá nemendum, svo sem vegna ástundunar, hegðunar, samskipta, skólasóknar eða neyslu vímuefna. Umræða var um heitið á verklagsreglunum og e.t.v. ætti það að vera nær heiti reglugerðarinnar og í anda lausnamiðaðrar nálgunar. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með þessa vinnu og felur fræðslustjóra að vinna áfram í málinu með helstu hagsmunaaðilum.
2. 1109098 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar frá 2011
Minnisblað fræðslustjóra um næstu skref.
Lagt er til að sameiginlegur fundur foreldraráða leikskóla og skólaráða grunnskóla verði haldinn í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17:00. Þar verði unnið í litlum vinnuhópum. Fræðslunefnd samþykkir tillögu að viðfangsefni umræðuhópanna. Umræða var um framhaldið og hvernig hægt sé að fá sem flesta að borðinu.
3. 1201091 - Fundartími fræðslunefndar 2012
Vegna breytinga á föstum fundartíma bæjarstjórnar leggur formaður til að fundir fræðslunefndar verði framvegis haldnir 2. fimmtudag hvers mánaðar. Samþykkt samhljóða.
4. 1112052 - Ályktanir - aðstæður og vinna á leikskóla frá FL og FSL
Ályktanir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í desember 2011
Þar er fjallað um hávaða í leikskólum hér landi og þess krafist að rekstraraðilar og skólayfirvöld axli sína ábyrgð. Þá er fjallað um undirbúningstíma kennara í leikskólum og minnt á ábyrgð leikskólastjóra og að rekstraraðilar tryggi að fjárveitingar séu nægjanlegar til að kjarasamningsbundinn réttur sé virtur. Loks er skorað á rekstraraðila leikskóla að veita fjárhagslegt svigrúm til innleiðingar á nýútkominni aðalnámskrá. Fram kom að hávaðamælingar hafa eitthvað farið fram í leikskólum sveitarfélagsins og leggur nefndin áherslu á að þessum málum verði vel sinnt í öllum skólum.
5. 1101166 - Fundargerðir leikskólastjóra og sérkennslufulltrúa 2011
Fundargerð frá 10. janúar 2012.
Þar kemur m.a. fram að:
- sumarlokanir leikskóla í sveitarfélaginu verða frá og með 3. júlí til og með 3. ágúst,
- leitað verður eftir samstarfi við Árnesdeild Rauða krossins vegna skyndihjálparnámskeiða,
- vinna við endurskoðun skólanámskrár hvers leikskóla er hafin eða að hefjast þar sem tekið er mið af áherslum í nýrri aðalnámskrá.
6. 1004124 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi í grunnskólum
Leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat grunnskóla.
Ritinu er ætlað að vera leiðarvísir fyrir skólanefndir og aðila á þeirra vegum við að sannreyna að innra mat sé framkvæmt á viðunandi hátt og niðurstöður þess séu nýttar til umbóta.
7. 1004125 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi í leikskólum
Leiðbeiningar fyrir eftirlit með innra mati leikskóla.
Í leiðbeiningunum er meðal annars bent á að sú nefnd sem fer með málefni leikskóla í umboði sveitarstjórnar skuli bera ábyrgð á að leikskólinn meti innra starf sitt og mikilvægi þess að nefndin fylgi eftir að niðurstöður innra mats stuðli að auknum gæðum í leikskólastarfinu. Þá ber nefndin ábyrgð á að framkvæmt sé ytra mat sem byggir á margs konar upplýsingum.
8. 1201090 - Skólaráð BES 2011-2012
Fundargerð frá 28. október 2011.
Lagt fram til kynningar.
9. 1101097 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2011
Fundargerð frá 11. janúar 2012.
Lagt fram til kynningar.
10. 1201073 - Fréttabréf Brimvers og Æskukots 2012
Fréttabréf Brimvers og Æskukots í desember 2012.
Lagt fram til kynningar.
11. 1112024 - Fréttabréf leikskóla í Árborg 2011-2012
Álheimafréttir í janúar 2012.
Lagt fram til kynningar.
12. 1112024 - Fréttabréf leikskóla í Árborg 2011-2012
Fréttabréf Jötunheima í janúar 2012.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:15
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Guðbjartur Ólason
Helga Geirmundsdóttir
Guðrún Thorsteinsson
Linda Rut Ragnarsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Þorsteinn Hjartarson