1.2.2016
17. fundur fræðslunefndar
17. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 21. janúar 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Linda Björk Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1601128 - Starfsáætlun Árbæjar 2015-2016 |
|
Ársáætlun sem gerir grein fyrir starfi Árbæjar frá 2015 til 2016. Fræðslunefnd staðfestir áætlunina. |
|
|
|
2. |
1601183 - Skólanámskrá Álfheima 2015 |
|
Í skólanámskránni er m.a. kynning á námsumhverfi, starfsaðferðum og uppeldislegri sýn. Fræðslunefnd staðfestir skólanámskrána. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
3. |
1404071 - Frístundaheimili - mögulegar útfærslur |
|
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, og Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi, kynntu meginniðurstöður skýrslunnar og svöruðu fyrirspurnum. Í skýrslunni eru m.a. settar fram tillögur sem snúa að endurskoðun og þróun frístundatilboða fyrir börn í 1.-4. bekk og að tengja betur skólavistanir við annað frístundastarf í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu. Skýrslan verður tekin aftur á dagskrá nefndarinnar á næsta fundi. |
|
|
|
4. |
1512032 - Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma í grunnskólum |
|
Tillagan var lögð fyrir bæjarstjórn 9. desember 2015. Hún var rædd á samráðsfundi skólastjóra og fræðslustjóra 15. janúar 2016 og eftirfarandi var bókað: Skólastjórar taka vel í ábendingar ungmennaráðs. Þegar eru áætlanir um að koma til móts við óskir um fræðslu um geðheilbrigði í samstarfi við Batasetur Suðurlands. Þá er námskeið að fara af stað fyrir unglinga í Árborg sem nefnist Mér líður eins og ég hugsa. Verkefnið ungbarnahermir er farið af stað sem snýr að uppeldi ungbarna og til þess eru notaðar sérstakar dúkkur með tölvuforriti sem nemendur í 9. bekk taka með heim eina helgi hver. Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir tillöguna og hvetur skólastjórnendur og kennara í Árborg til að taka mið af henni í störfum sínum og þegar áherslur í lífsleikni eru lagðar. |
|
|
|
5. |
1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 5. janúar 2016 til kynningar. |
|
|
|
6. |
1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 15. janúar 2016 til kynningar. |
|
|
|
7. |
1601184 - Menntaverðlaun Suðurlands 2015 |
|
Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands, sem haldinn var í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 14. janúar 2016, voru menntaverðlaun Suðurlands afhent. Að þessu sinni fékk Sérdeild Suðurlands verðlaunin og veitti Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, þeim viðtöku. Fræðslunefnd óskar starfsfólki sérdeildarinnar innilega til hamingju með viðurkenninguna. |
|
|
|
8. |
1601126 - Fréttabréf fræðslusviðs 2016 |
|
Nýársfréttabréf frá janúar 2016 til kynningar. |
|
|
|
9. |
1508129 - Úttekt og ráðgjöf vegna tölvumála |
|
Greinargerð frá desember 2015 til kynningar. Fræðslunefnd líst vel á þær tillögur sem settar eru fram í skýrslunni og vonast eftir að þær nái fram að ganga sem fyrst. |
|
|
|
10. |
1511001 - Dagur leikskólans 2016 og viðurkenningin Orðsporið |
|
Til kynningar. |
|
|
|
11. |
1601121 - Álfheimafréttir 2016 |
|
Til kynningar. 1. tbl. janúar 2016. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 5. janúar 2016. |
|
|
|
12. |
1601138 - Árbæjarfréttir 2016 |
|
Til kynningar. Fréttabréf í janúar 2016. |
|
|
|
13. |
1601161 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots 2016 |
|
Til kynningar. Fréttabréf í janúar 2016. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 26. nóvember 2015. |
|
|
|
14. |
1503320 - Fréttabréf Jötunheima |
|
Til kynningar. Fréttabréf, 4. tbl., 8. árg. frá desember 2015. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 27. október 2015. |
|
|
|
15. |
1501090 - Sunnlenski skóladagurinn 2016 |
|
Til kynningar. Bréf frá undirbúningshópi, dags. 12. janúar 2016, þar sem m.a. er tilkynnt um breytingu á fyrri áformum. Fræðslunefnd tekur jákvætt í að skólarnir í Árborg verði með sameiginlegan fræðsludag. |
|
|
|
16. |
1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum |
|
Til kynningar. Bréf, dags. 15. desember 2015, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu v/eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Árbæ - upplýsingar mótteknar. Ráðuneytið þakkar fyrir umbeðnar upplýsingar og tilkynnir að næst muni verða óskað eftir greinargerð í júní 2016 um framkvæmd umbóta fram að þeim tíma. |
|
|
|
17. |
1512185 - Áskorun til alþingismanna o.fl. og minnisblað Sambands ísl. sveitarfélaga v/barna í vanda í skólakerfinu |
|
Til kynningar. |
|
|
|
18. |
1512063 - Menntaáætlun Nordplus 2016 |
|
Til kynningar |
|
|
|
19. |
1601107 - Skákdagur Íslands 2016 |
|
Til kynningar. |
|
|
|
20. |
1601124 - Sprotasjóður skólaárið 2016-2017 |
|
Til kynningar. |
|
|
|
21. |
1601023 - Umsýsla og dreifing prófgagna hjá Menntamálastofnun |
|
Til kynningar. |
|
|
|
22. |
1601214 - Ráðstefnan Karlar í yngri barna kennslu |
|
Til kynningar. |
|
|
|
23. |
1503021 - Skólaráð Vallaskóla 2015 |
|
Til kynningar. Fundargerð frá 1. desember 2015. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:25
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Magnús Gíslason |
Brynhildur Jónsdóttir |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Íris Böðvarsdóttir |
|
Magnús J. Magnússon |
Ingibjörg Stefánsdóttir |
|
Brynja Hjörleifsdóttir |
Guðbjörg Guðmundsdóttir |
|
Málfríður Erna Samúelsd. |
Linda Björk Sigurðardóttir |
|
Þorsteinn Hjartarson |