11.1.2019
17. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
17. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 19. desember 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.
Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jakob Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri
Dagskrá:
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. |
1811184 - Útistofur við Vallaskóla 2019 |
| |
Meirihluti stjórnar samþykkir að bjóða út tvær kennslustofur við Vallaskóla samkvæmt fyrirliggjandi tæknilýsingu frá Eflu ásamt viðbótum sem ræddar voru á fundinum.
Fulltrúar D- lista vilja árétta að allar lausnir verða skoðaðar fyrir bráðabirgðahúsnæði. |
| |
|
|
| 2. |
1812119 - Snjómokstur í Árborg 2018-2019 |
| |
Deildarstjóri framkvæmda og þjónustu kynnti verklagsreglur vetrarþjónustu í sveitarfélaginu. Stjórnin samþykkir að reglurnar verði birtar ásamt uppfærðum snjómoksturskortum á vef sveitarfélagsins.
Stjórnin felur framkvæmdastjóra að senda fyrirspurn til Vegagerðarinnar varðandi uppfærslu á reglum um helmingamokstur á héraðsvegum Vegagerðarinnar.
Stjórnin leggur áherslu á að valdar gönguleiðir, sbr. snjómoksturskort, verði í forgangi í snjómokstri. |
| |
|
|
| 6. |
1812120 - Erindi frá Gagnaveitu Reykjavíkur vegna lagningar ljósleiðara í húseignir Árborgar |
| |
Stjórnin fagnar áhuga fjarskiptafyrirtækja á ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Árborgar.
Stjórnin samþykkir að ljósleiðari verður lagður í húsnæði sveitarfélagsins enda falli enginn kostnaður á sveitarfélagið og frágangur lagnaleiða verði með fullnægjandi hætti. |
| |
|
|
| Erindi til kynningar |
| 3. |
1809151 - Beiðni um samstarf - villikettir í Árborg og handsömun katta |
| |
Deildarstjóri framkvæmda og þjónustu kynnti erindi frá Villiköttum. Stjórnin samþykkir að fara í endurskoðun á samþykktum og verklagi vegna gæludýrahalds í sveitarfélaginu. |
| |
|
|
| 4. |
1811237 - Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028 |
| |
|
|
| 5. |
1812045 - Viðbragðsáætlun vegna samfélagslegra áfalla í Sveitarfélaginu Árborg |
| |
Lokadrög að viðbragðsáætlun vegna samfélagslegra áfalla í Sveitarfélaginu Árborg lögð fram til kynningar. |
| |
|
|
| Stjórnin leitaði afbrigða að taka á dagskrá mál nr.1812124 - "Afdrif dýra sem ekki eru sótt eftir handsömun" og var það samþykkt. |
| 7. |
1812124 - Afdrif dýra sem ekki eru sótt eftir handsömun |
| |
Deildarstjóri framkvæmda og þjónustu kynnti erindi frá Villiköttum, Dýrahjálp Íslands og Kattavinafélaginu. Stjórnin samþykkir að fara í endurskoðun á samþykktum og verklagi vegna gæludýrahalds í sveitarfélaginu. |
| |
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30
| Tómas Ellert Tómasson |
|
Álfheiður Eymarsdóttir |
| Viktor Pálsson |
|
Sveinn Ægir Birgisson |
| Ragnheiður Guðmundsdóttir |
|
Jakob Ingvarsson |
| Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
|