Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.5.2012

17. fundur menningarnefndar


17. fundur
menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 24. apríl 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:30
 

Mætt:

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.

Dagskrá: 

1.

1204164 - Menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar 2012

 

Menningarnefndin ræddi möguleika á útnefningu og komst að sameiginlegri niðurstöðu fyrir árið 2012. Viðurkenningin verður afhent á Vori í Árborg 17. - 20.maí nk. Samþykkt samhljóða.  

 

   

2.

1204121 - Styrkbeiðni - endurvakning óháðrar listahátíðar á Selfossi sumarið 2012

 

Fulltrúar hátíðarinnar, Jóhann Sigmarsson, Halldór Auðarson og Aasa Charlotta Ingerardóttir koma inn á fundinn og upplýsa nefndina um óháðu listahátíðina. Farið yfir uppbyggingu hátíðarinnar en hún heitir "Óháða listahátíðin á Selfossi" eða "Icelandic festival of art". Fram kom að undirtitill hátíðarinnar þetta árið væri "Uppvakningar" og viðburðadagar væru frá 28.júní - 8.júlí. Vilja þau nýta listamenn af svæðinu sem og öllu Íslandi en einnig verður erlendum listamönnum boðin þátttaka. Nokkrir þekktir listamenn nú þegar búnir að staðfesta þátttöku. Ýmsar hugmyndir í tengslum við hátíðina ræddar og felur nefndin formanni og starfsmanni nefndarinnar að vera tengiliðir sveitarfélagsins við hátíðarhaldara.

 

   

 

Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Björn Ingi Bjarnason, varaformaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00

Kjartan Björnsson                                         
Björn Ingi Bjarnason
Þorlákur H Helgason                                    
Bragi Bjarnason

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica