Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.12.2015

17. fundur skipulags- og byggingarnefndar

17. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 2. desember 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi.  Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá ósk um svæði fyrir akstursíþróttir og framkvæmdaleyfi fyrir götulýsingu við Vatnsdal. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1511193 - Umsókn um lóðina Heiðarveg 5, Selfossi. Umsækjandi: Súperbygg ehf.
Farið var yfir umsóknir frá einstaklingum þar sem þeir eru í  forgangi fyrir úthlutun einbýlishúsalóða samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Samþykkt var að úthluta lóðinni til Friðsemdar Steinarsdóttur.
2. 1511194 - Umsókn um lóðina Heiðarveg 5, Selfossi. Umsækjandi: H.H. ehf.
Farið var yfir umsóknir frá einstaklingum þar sem þeir er í forgangi fyrir úthlutun einbýlishúsalóða samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Samþykkt var að úthluta lóðinni til Friðsemdar Steinarsdóttur.
3. 1511195 - Umsókn um lóðina Heiðarveg 5, Selfossi. Umsækjandi: Kaupstoð ehf.
Farið var yfir umsóknir frá einstaklingum þar sem þeir eru í forgang fyrir úthlutun einbýlishúsalóða samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Samþykkt var að úthluta lóðinni til Friðsemdar Steinarsdóttur.
4. 1511197 - Umsókn um lóðina Heiðarveg 5, Selfossi. Umsækjandi: Pétur Hjaltason
Farið var yfir umsóknir frá einstaklingum þar sem þeir eru í  forgang til úthlutun einbýlishúsalóða samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Samþykkt var að úthluta lóðinni til Friðsemdar Steinarsdóttur.
5. 1511196 - Umsókn um lóðina Heiðarveg 5, Selfossi. Umsækjandi: Hugkaup ehf
Farið var yfir umsóknir frá einstaklingum þar sem þeir eru í  forgang til úthlutun einbýlishúsalóða samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Samþykkt var að úthluta lóðinni til Friðsemdar Steinarsdóttur.
6. 1511209 - Umsókn um lóðina Heiðarveg 5 Selfossi. Umsækjandi: Friðsemd Steinarsdóttir
Farið var yfir umsóknir frá einstaklingum þar sem þeir eru í  forgang til úthlutun einbýlishúsalóða samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Samþykkt var að úthluta lóðinni til Friðsemdar Steinarsdóttur.
7. 1511190 - Fyrirspurn um byggingaráform að Ljónsstöðum. Umsækjandi: Effort Teiknistofa
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.
8. 1511191 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir skúr að Nesbrú 8, Eyrarbakka. Umsækjandi: Margrét Guðjónsdóttir
Hafnað þar sem viðkomandi skúr samræmist ekki þeim meginreglum og markmiðum sem gerðar eru til húsa á hverfisverndarsvæði. Einnig samræmist skúrinn ekki skilmála gildandi deiliskipulags.
9. 1509114 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagn. Umsækjandi: Pizzafélagið ehf
Stöðuleyfi samþykkt til sex mánaða. Staðsetning og lega vagnsins verði ákveðin í samráði við byggingarfulltrúa.
10. 1511192 - Fyrirspurn um byggingaráform að Heiðmörk 2, Selfossi. Umsækjandi: Jón G Jóhannsson
Samþykkt að grenndarkynna erindið við Heiðmörk og Þórsmörk.
11. 1510185 - Fyrirspurn um breytingu á húsnæði að Þykkvaflöt 11, Eyrarbakka. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Nefndin fellst á fyrirhuguð byggingaráform og óskar eftir fullgildum aðaluppdráttum.
12. 1511162 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluskúr fyrir flugelda að Austurvegi 23, Selfossi. Umsækjandi:Hjálparsveitin Tintron
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. febrúar.
13. 1511189 - Byggingarleyfisumsókn fyrir lokun tengibyggingar að Gagnheiði 17 yfir í Gagnheiði 19, Selfossi. Umsækjandi: Þórður G Árnason
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Gagnheiðar 17.
14. 1511199 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum. Umsækjandi: Selfossveitur
Lagt til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
15. 1511201 - Áform um framkvæmdir að Eyrargötu 16b, Eyrarbakka. Umsækjandi: Att Arkitektar ehf
Óskað er eftir umsögnr Skipulagsstofnunar þar sem lóðin er á hverfisverndarsvæði.
16. 1511205 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir flugeldaskúr vestan við Eyrarbraut 57, Stokkseyri. Umsækjandi: Björgunarfélag Árborgar
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 20. janúar.
17. 1511204 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir flugeldagám að Árvegi 1, Selfossi. Umsækjandi: Björgunarfélag Árborgar
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 31. janúar.
18. 1405411 - Deiliskipulagstillaga Austurvega 51-59. Lagt fram bréf frá skipulagsstofnun til frekari afgreiðslu.
Skipulagsuppdráttur verður yfirfarinn út frá athugasemdum Skipulagsstofnunar.
19. 1511105 - Ósk um svæði fyrir akstursíþróttabraut í Árborg
Erindinu vísað til vinnu við breytingar á deiliskipulagi Víkurheiðar.
20. 1512004 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir götulýsingu við Vatnsdal á Stokkseyri. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Lagt til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
21. 1511008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 13
21.1. 1511126 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Melhólum 6-8, Selfossi. Umsækjandi: Jarlhettur ehf.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum við aðaluppdrætti.
21.2. 1511202 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Austurvegi 44, Selfossi. Fyrirspyrjandi: VGS-Verkfræðistofa
Óskað eftir fullnægjandi teikningum fyrir grenndarkynningu.
21.3. 1508143 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála að Tjaldhólum 2 Selfossi. Umsækjandi: Sigurjón Sveinsson
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum við aðaluppdrætti.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45
Ásta Stefánsdóttir Magnús Gíslason
Gísli Á. Jónsson Guðlaug Einarsdóttir
Ragnar Geir Brynjólfsson Bárður Guðmundsson
Ástgeir Rúnar Sigmarsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica