Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.4.2006

171. fundur bæjarráðs

 

171. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 27.04.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0601043
Fundargerð félagsmálanefndar Árborgar



frá 10.04.06


b.


0602078
Fundargerð skólanefndar grunnskóla



frá 10.04.06


c.


0601053
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar - að undanskilum 14. lið.



frá 11.04.06

 

1a) liður 3b - úttekt á launum karla og kvenna, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að starfsmannastjóra verði falið að bera saman kjör karla og kvenna á sviðunum þremur hjá sveitarfélaginu. Frestur til að skila skýrslu um málið er framlengdur til 15. maí 2006.

 

1b) liður 1 - kennslukvóti grunnskólanna, bæjarráð óskar eftir að tillaga að kvótanum verði lögð fyrir næsta bæjarrásfund til afgreiðslu.
liður 5a - stefna varðandi námsráðgjöf, bæjarráð óskar eftir greinargerð um málið frá skólastjóra og verkefnisstjóra fræðslumála.

 

1c) liður 8 - deiliskipulag Hrefnutanga, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
liður 9 - deiliskipulag í landi Byggðarhorns, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
liður 11 - deiliskipulag í Hrísmýri, bæjarráð samþykkir tillöguna.
liður 12 - deiliskipulag fyrir Suðurbyggð A, bæjarráð samþykkir deiliskiplags tillögun með breytingum nefndarinnar.
liður 13 - deiliskipulag Eyrarvegar 17-19, bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0604054
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga



frá 27.03.06

 

Lögð fram.

 

3. 0603058
Bréf frá Draugasetrinu á Stokkseyri - álagning fasteignaskatts. - athugasemd vegna umfjöllunar í fjölmiðlum.

Bréfið var lagt fram. Bæjarstjóri mun eiga fund með forsvarsmönnum Draugasetursins eins fljótt og því verður við komið.

4. 0603040
Menningarstyrkir - 2006 - erindi frá kór FSu.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu menningarnefndar.

5. 0512019
Tillaga um afslátt af fasteignaskatti af hesthúsum sem koma til álagningar í C-flokki 2006 -

Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar Árborgar á aukafundi 28.12.05 samþykkir bæjarráð Árborgar að veita 20% af álögðum fasteignaskatti árið 2006, þannig að álagningarprósenta samsvari 1,32% í stað 1.65% af fasteignamati.

6. 0410007
Efnisvinnsla í landi Kjarrs uppi á Ingólfsfjalli - álit Skipulagsstofnunar

Álitið lagt fram á fundinum.   Vinnsla jarðefna í Ingólfsfjalli er mjög mikilvæg fyrir uppbyggingu í Sveitarfélaginu Árborg og nágrannabyggðum.
Bæjarráð telur mikilvægt að gefið verði framkvæmdaleyfi á áframhaldandi efnistöku úr Ingólfsfjalli. Bæjarráð vísar til umsagnar um málið frá 02.02.06 og leggur áherslu á að röskun lands við efnisvinnslu verði lágmörkuð.
Bæjarráð samþykkir að óska efir fundi með bæjarstjórn Ölfus um málið og felur forseta bæjarstjórnar, formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að fara á fund hennar.


7.  Erindi til kynningar:

 

a) 0512050
Sameiningarkosningar sveitarfélaga haust 2005 - Greinargerð um kostnað og uppgjör vegna framlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Greinargerðin var lögð fram. Tæplega eina milljón vantar uppá að félagsmálaráðuneytið endurgreiði kostnað við sameiningarvinnuna. Hlutur Sveitarfélagsins Árborgar af því er kr. 601 þúsund. Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu vegna aukinna útgjalda, kostnaðinum verður mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

b) 0604042
Fasteign hf. - kynning á málþingi um samfélagsuppbyggingu 28. apríl 2006 -

 

c) 0602002
Landbúnaðarháskóli Íslands - þakkarbréf vegna ársfundar á Selfossi 2006

 

d) 0604019
Stuðningur við HSSH vegna stórbruna 2005 - Þakkarbréf frá Hjálparsveit skáta Hveragerði.

 

e) 0604012
Ísland á iði - hjólreiðakeppnin 'Hjólað í vinnuna' 2006 - kynningarbréf frá ÍSÍ

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00

Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Páll Leó Jónsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica