Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.2.2014

171.fundur bæjarráðs

171. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

 Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni Leyndardóma Suðurlands um að bjóða frítt í sund 29.-30. mars og 5.-6. apríl í tilefni af kynningarátaki á Suðurlandi.

Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401093 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

71. fundur haldinn 11. febrúar

 

Fundargerðin staðfest.

Stefnt er að kynningarfundi fyrir bæjarfulltrúa vegna fráveituframkvæmda hinn 3. mars nk. kl. 17.

 

   

2.

1401095 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

15. fundur haldinn 12. febrúar

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1401065 - Fundargerð fræðslunefndar

 

41. fundur haldinn 13. febrúar

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

4.

1402107 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

154. fundur haldinn 24. janúar

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1401115 - Skipan í heilsuverndarteymi skv. aðgerðaráætlun Sv.Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni

 

Aðalmenn:

Anný Ingimarsdóttir, félagsmálasviði, Birna Kjartansdóttir, framkvæmda- og veitusviði, Lára Ólafsdóttir, fræðslusviði, Þorvaldur Halldór Gunnarsson, fræðslusviði.

Varamenn:

Halla Steinunn Hinriksdóttir, félagsmálasviði, Hermann Örn Kristjánsson, fræðslusviði, Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir, fræðslusviði.

 

   

6.

1110006 - Endurskoðun - starfsmannastefna Árborgar

 

Málið rætt.

 

   

7.

1402085 - Beiðni Friðsældar ehf um leyfi fyrir sölvatekju í Eyrarbakkafjöru

 

Bæjarráð heimilar Friðsæld ehf sölvatekju í Eyrarbakkafjöru.

 

   

8.

1103163 - Uppsögn samnings um rekstur tjaldstæðis á Stokkseyri

 

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir rekstraraðila að tjaldsvæðinu.

 

   

9.

1402075 - Samningur við Útilegukortið

 

Bæjarráð samþykkir að yfirtaka samninginn þar til nýr rekstraraðili hefur fengist að svæðinu.

 

   

10.

1402035 - Svarbréf menntamálaráðuneytisins vegna umsóknar um styrk til uppbyggingar íþróttamannvirkja vegna landsmóta

 

Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að ráðuneytið hafi ekki séð sér fært að verða við beiðni um framlag vegna uppbyggingar íþróttamannvirka, eins og hefð hefur verið um árum saman. Styrkupphæð til sveitarfélagsins nær ekki helmingi meðalframlaga til annarra sveitarfélaga, sbr. samanburðartöflu. Þess ber að geta að sveitarfélagið stóð að tveimur landsmótum en ekki bara einu, bæði Unglingalandsmóti 2012 og Landsmóti 2013. Athygli vekur að höfnunin er ekki rökstudd.  Bæjarráð óskar eftir því að ákvörðun ráðuneytisins verði endurskoðuð.

 

   

11.

1402126 - Samkomulag um afnot af Hrísholti 9

 

Lögð voru fram samningsdrög. Bæjarráð vísar málinu til framkvæmda- og veitustjórnar til frekari úrvinnslu.

 

   

12.

1402136 - Leyndardómar Suðurlands - kynningarátak

   
 

Bæjarráð samþykkir að hafa frítt í sund í sundlaugina á Selfossi og

 

Stokkseyri í tengslum við Leyndardóma Suðurlands sunnudaginn 30. mars nk.

 

   

Erindi til kynningar

13.

1402088 - IPA styrkur - Katla jarðvangur, upplýsingar um stöðu mála

 

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar því að lausn hafi fundist á málinu.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 
  

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica