Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.5.2006

172. fundur bæjarráðs

 

172. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 04.05.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Gylfi Þorkelsson, varafulltrúi, í forföllum Þorvaldar Guðmundssonar
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari, ritaði fundargerð.
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi, boðaði forföll.

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0601057
Fundargerðir leikskólanefndar 2006



frá 26.04.06


b.


0601053
Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2006



frá 25.04.06

 

1b) liður 9 - deiliskipulag Heiðarbrúnar 8a á Stokkseyri, bæjarráð samþykkir deiliskipulagið.
liður 11- deiliskipulag hringtorgs við Ölfusárbrú, bæjarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagið.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0601067
Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 2006



frá 06.04.06


b.


0601091
Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2006



frá 25.04.06


c.


0602102
Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2006



frá 11.04.06

 

Lagðar fram.

 

3. 0604093
Kennslukvóti fyrir Grunnskóla Árborgar 2006-2007 - Vallaskóli - Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri - Sunnulækjarskóli.

Bæjarráð samþykkir kennslukvóta skólanna eins og þeir liggja fyrir.

4. 0604087
Styrkbeiðni - Vinafélag Ljósheima 2006 - erindi formanns stjórnar Vinafélagsins ásamt ársskýrslu.

Bæjarráð samþykkir að veita Vinafélaginu styrk að fjárhæð kr. 250.000.

5. 0604065
Kaup á hlutabréfum í South Iceland ehf. - erindi frá Jórunni Eggertsdóttur f.h. félagsins.

Bæjarráð samþykkir að kaupa ekki hlutabréf í félaginu.

6. 0604091
Ráðning leikskólastjóra við nýjan leikskóla að Erlurima 1 Selfossi - tillaga frá verkefnisstjóra fræðslumála og leikskólafulltrúa ásamt umsögn leikskólanefndar.

Bæjarráð samþykkir að fara að tillögu verkefnisstjóra fræðslumála og leikskólanefndar og ráða Kristínu Eiríksdóttur sem leikskólastjóra leikskólans við Erlurima.

7. 0601083
Rekstrarleyfisumsókn - Kaffi Krús, Selfossi - erindi Sýslumannsins á Selfossi - beiðni um umsögn.

Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið.

8. 0511067
Lóðarumsókn - Hellismýri 9 - erindi frá fyrirtækinu Víking ehf í Reykjavík.

Bæjarstjóra var falið að afla frekari upplýsinga um málið.

9. 0604013
Æfingasvæði fyrir ökukennslu - svarbréf frá Ökukennarafélagi Íslands

Bréfið lagt fram.

10. 0504105
Tilboð á áveituland 1 landnr. 165-809 og áveituland 2 landnr. 165-810 - frá Hjálmari Ingvarssyni, Davíð Jónssyni og Bjarka Steini Jónssyni

Bæjarstjóra var falið að gera gagntilboð.

11. 0604085
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. - föstudaginn 19. maí 2006 - fundarboð

Margréti Ásgeirsdóttur forstöðumanni bókasafnsins var falið að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

12.  0409014
Lóðarumsókn - Atlantsolía sækir um lóð til reksturs bensínstöðvar.

Bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs var falið að ræða við fulltrúa Atlantsolíu.

13. 0405027
Bætt mataræði - aukin hreyfing barna og ungmenna - minnisblað frá fundi framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar með verkefnisstjóra Lýðheilsustöðvar.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefni Lýðheilsustöðvar um breytt mataræði og aukna hreyfingu barna og ungmenna.

14. 0605005
Arkitektasamkeppni um miðbæ Selfoss - skipun fulltrúa sveitarfélagsins í dómnefnd

Bæjarráð samþykkir að skipa 5 manna dómnefnd fyrir samkeppnina í samræmi við reglur Arkitektafélag Íslands. Bæjarráð óskar eftir að A.Í. tilnefni 2 fulltrúa í nefndina. Sem fulltrúa sveitarfélagsins tilnefnir bæjarráð Ragnheiði Hergeirsdóttur og Þorvald Guðmundsson. Bæjarráð felur fulltrúum sveitarfélagsins að velja 5. mann í nefndina sem skal vera arkitekt, landslagsarkitekt eða skipulagsfræðingur.

15. 0605004
Skipulag íbúðabyggðar - Dísarstaðir - óskað eftir viðræðum um undirbúning svæðisins s.s. lagningu vegar og holræsis - erindi frá Hannesi Þ. Ottesen

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs og bæjarstjóra að ræða við landeiganda um málið.

16. 0605013
Skipulag íbúðabyggðar - Gráhella - ósk um viðræður um undirbúning svæðisins s.s. lagningu vegar og holræsis. - erindi frá Gesti M. Þráinssyni og Eiði Inga Sigurðssyni.

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs og bæjarstjóra að ræða við landeiganda um málið.

 

17. Erindi til kynningar:

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30.

Ragnheiður Hergeirsdóttir                               
Torfi Áskelsson
Gylfi Þorkelsson                                             
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica