Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


5.3.2010

173. fundur bæjarráðs

173. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 4. mars 2010 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Gylfi Þorkelsson, varaformaður, S-lista,
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista,
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri,
Ásta Stefánsdóttir. bæjarritari,

 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá breytingar á kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 6. mars n.k. Var það samþykkt samhljóða. Eyþór Arnalds, D-lista, leitaði afbrigða til að taka á dagskrá þakkir vegna viðbragða við vatnsleka í Sunnulækjarskóla. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:
1. 1001002 - Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar

 

16.fundur haldinn 25. febrúar

 

-liður 19; 1002130, kvörtun vegna aðstæðna við Hrísmýri 3, bæjarráð leggur áherslu á að skilyrði gildandi deiliskipulags verði uppfyllt hið fyrsta.

 

-liður 20; 1002129, athugasemd við aðgengi fótgangandi við Hörðuvelli á Selfossi, bæjarráð óskar eftir að Framkvæmda- og veitusvið geri kostnaðaráætlun vegna verksins og leggi fyrir bæjarráð.

 

-liður 24; 1002067, tillaga að breyttu deiliskipulagi að íþróttavallarsvæði á Selfossi, bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til bæjarstjórnar.

 

Fundargerðin samþykkt.

 

2. 1003001 - Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga

 

152.fundur haldinn 15. febrúar

 

Fundargerðin lögð fram.

 

3. 1002176 - Styrkbeiðni stjórnar Fit kid á Íslandi vegna húsaleiga í Vallaskóla v/Íslandsmóts Open Grand Prix, 22. maí 2010

 

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi þar um.

 

4. 1002171 - Styrkbeiðni undirbúningshóps um gerð útvarpsþáttar um atvinnuleit

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

5. 1002187 - Beiðni Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um styrk eða lækkun fasteignagjalda á íbúðum ÖBÍ á Selfossi.

 

Bæjarráð hafnar erindinu, enda er ekki að finna heimild til styrkveitinga eða lækkunar á fasteignagjöldum í reglum sveitarfélagsins varðandi rekstur af þessu tagi.

 

6. 1002183 - Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista frá 172. fundi um heildartekjur Intrum vegna samnings við sveitarfélagið og um það hvort þessi fjárhæð hafi hækkað á síðustu misserum.

 

Lagt var fram eftirfarandi svar:
Sveitarfélagið Árborg gerði samning við Intrum á Íslandi um milliinnheimtu krafna á árinu 2008.

 

Sveitarfélagið greiðir Intrum ekki fyrir þjónustuna, hvorki áskriftargjald,  skráningargjald kröfu, árangurstengda þóknun né önnur þjónustugjöld.
Intrum innheimtir af greiðendum krafna kostnað vegna útsendra innheimtubréfa. Sveitarfélagið hefur ekki upplýsingar um heildartekjur Intrum vegna samningsins.

 

7. 1002117 - Svar við beiðni bæjarfulltrúa D-lista um staðfestingu á heildarupphæðum bóta til Selfossveitna vegna jarðskjálftatjóns

 

Lagt var fram eftirfarandi svar:
Greiddar jarðskjálftabætur til hita- og vatnsveitu eru:

 

Hitaveita: 20.431.000,- kr.
Vatnsveita: 11.550.000,- kr.

 

Tjónastaðirnir voru 40 í hitaveitu og í vatnsveitu 15. Staðið var þannig að málum að þegar viðgerðir hófust á hverjum stað fyrir sig, var kallað eftir matsmanni frá Viðlagatryggingu sem mat tjónið og gekk formlega frá þeim hluta málsins. Þegar matsmaður hafði lokið úttekt var viðgerðinni haldið áfram og mokað yfir lagnir og gengið frá yfirborði. Búið er að gera við öll tjónin á vatns- og hitaveitulögnum sem rekja má til skjálftans.

 

8. 0910044 - Beiðni um styrk til reksturs Markaðsstofu Suðurlands ses. áður á dagskrá á 157. fundi

 

Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg verði ekki þátttakandi í beinum rekstri Markaðsstofu Suðurlands á yfirstandandi ári. Þátttaka vegna ársins 2011 verði hins vegar skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar næsta haust. Meirihluti bæjarráðs telur að fjármunum Sveitarfélagsins Árborgar til markaðs- og kynningarmála á árinu 2010 verði best varið til beinna verkefna í sveitarfélaginu, ekki hvað síst verkefna sem mynda traustan grunn vegna kynningarstarfa til framtíðar. Bæjarráð felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að kanna forsendur fyrir áframhaldandi samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands á þessum grundvelli, þ.e. með tilliti til þátttöku og stuðnings við afmörkuð verkefni á árinu 2010.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá og óskaði eftir að bókað yrði:

 

Markaðssetning á menningar- og ferðamálum í Árborg mætti vera markvissari. Góður grunnur býður upp á að hér sé meiri ásókn í það sem í boði er og verður vonandi hægt að bæta úr því á næstu misserum.

 

9. 1002189 - Drög að forvarnarstefnu Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2013

 

Bæjarráð þakkar hópnum fyrir góða og metnaðarfulla vinnu og samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti.

 

10. 1002099 - Breyting á kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010

 

Bæjarráð samþykkir að fella af kjörskrá tvo einstaklinga sem látist hafa frá því að kjörskrá var samþykkt, skv. fyrirliggjandi upplýsingum Þjóðskrár um andlát og dánardag.

 

Til þess getur komið að bæjarráð þurfi að koma saman vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um næstu helgi.

 

11. 1003026 - Tjón af völdum vatnsleka í Sunnulækjarskóla

 

Lögð var fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráð þakkar snarræði frambjóðenda í prófkjöri sem uppgötvuðu alvarlegan leka í Sunnulækjarskóla og náðu að forða að ekki varð frekara tjón. Enn fremur vill bæjarráð þakka starfsmönnum Sunnulækjarskóla, framkvæmda- og veitusviðs og öðrum þeim sem lögðu hönd á plóg við að bjarga verðmætum fyrir gott og óeigingjarnt starf um helgina.

 

12. 1002192 - Erindi Skipulagsstofnunar til sveitarfélaga með leiðbeiningum um kynningu skipulagstillagna

 

Lagt fram til kynningar.

 

13. 0904202 - Erindi frá KLÁR Ráðgjöf - kynning á þjónustu á sviði ferðamála

 

Lagt fram til kynningar.

 

14. 1002185 - Erindi frá Lýðheilsustöð - kynning á lýðheilsuverkefninu "Öruggt samfélag"

 

Lagt fram til kynningar.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:15

 

Þorvaldur Guðmundsson
Gylfi Þorkelsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica