Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.5.2006

174. fundur bæjarráðs

 

174. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 18.05.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0601043
Fundargerðir félagsmálanefndar Árborgar 2006



frá 08.05.06


b.


0601053
Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2006



frá 09.05.06 nema liður 14.


c.


0601112
Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2006



frá 10.05.06


d.


0603035
Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar 2006



frá 11.05.06

 

1a) liður 3a - reglur um afslátt á fasteignaskatti vegna fráfalls marka, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimildir um ívilnun verði felld inn í reglur um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega.

 

1b) liður 9 - útivistarsvæði fyrir hunda, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að svæðið verði í landi Bjarkar austan Eyrarbakkavegar.
liður 11 - Deiliskipulag Gráhellu 1. áfangi, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst en bendir á að framkvæmdir geta ekki hafist á svæðinu fyrr en samkomulag við sveitarfélagið um uppbyggingu svæðisins liggur fyrir.
liður 12 - deiliskipulag Byggðarhorns lands nr. 9, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
liður 13 - deiliskipulag fyrir Ártún 2a á Selfossi, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.

 

1d) liður 2 - Páll Leó fagnaði ákvörðun um sparkvöll á Eyrarbakka.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0602006
Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2006



frá 05.05.06


b.


0601064
Fundargerðir stjórnar SASS 2006



frá 04.05.06


c.


0601064
Aukaaðalfundur SASS



26.04.06


d.


0602102
Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands



frá 26.04.06

 

2a) liður 6 - uppbygging Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss í einkaframkvæmd. Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun stjórnar SASS:
,,Stjórn SASS fagnar fram komnum hugmyndum Sjóvár-Almennra um einkaframkvæmd á fjögurra akreina upplýstum vegi á milli Selfoss og Reykjavíkur og hvetur samgönguráðherra og yfirvöld samgöngumála til að kanna rækilega möguleika á slíkri framkvæmd. Áhugi fyrirtækisins sýnir svo ekki verður um villst að um arðsama framkvæmd er að ræða. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja mikla áherslu á að þessum bráðnauðsynlegu samgöngubótum verði hraðað eins og kostur er og telja að hér gefist einstakt tækifæri sem rétt sé að grípa.

Jafnframt lýsir stjórn SASS yfir mikilli ánægju með nýgerðan samning á milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Orkuveitu Reykjavíkur um lýsingu Þrengslavegar. Sú framkvæmd mun vafalaust auka þægindi og öryggi vegfarenda og gerir þörf fyrir verulegar endurbætur á Suðurlandsvegi enn augljósari.”

 

Lagðar fram.

 

3. 0605075
Ókeypis aðgangur að Sundhöll Selfoss 10. júní 2006 - vegna kvennahlaups - erindi frá Kvenfélagi Selfoss

Bæjarráð samþykkir erindið.

4. 0605069
Úthlutun lóða við skógræktarsvæðið í Hellisskógi - erindi frá Skógræktarfélagi Selfoss

Bréfið var lagt fram. Bæjarráð býður stjórn Skógræktarfélagi Selfoss til viðræðna um heildarendurskoðun á samningi um skógræktarsvæðið. Markmiðið verði að endurskilgreina stærð svæðisins, skipulag þess og áform félagsins um nýtingu.

5. 0605058
Umsókn um lóð - Gagnheiði 63 - erindi frá Selósi ehf

Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að afla frekari upplýsinga um málið.

6.  0605052
Mótmæli við fyrirhugaða breytingu á skipulagi Grænuvalla 1 og Fagurgerði 1 - erindi frá Jóhanni Konráðssyni og Steinunni Eggertsdóttur.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa um málið.

7. 0605046
Norrænt málnefndaþing á Hótel Selfossi haust 2006 - erindi frá íslenskri Málstöð

Bæjarráð samþykkir erindið.

8. 0605045
Trúnaðarmál -

9. 0605044
Styrkbeiðni - vegna sykursjúkra barna frá Árborg 2006 - erindi frá Dropanum styrktarfélagi sykursjúkra barna

Bæjarráð samþykkir að veita styrk vegna þriggja barna samtals kr. 60.000.

10. 0604010
Iðjuþjálfun á Selfossi - bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Bréfið var lagt fram. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar að vinna áfram að málinu.

11. 0509035
Öryggi leikvallatækja og leiksvæða, fyrirkomulag aðalskoðunar - erindi frá framkvæmda- og veitusviði.

Bæjarráð fagnar því að þessi mál skuli komin í ákveðinn farveg og heimilar framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að ganga til samninga við verktaka um framkvæmd aðalskoðunarinnar. Kostnaðarauka kr. 1.3 milljónir verður mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

12. 0605061
Nýr leikskóli á Selfossi - tillaga send út í tölvupósti

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs í samstarfi við verkefnisstjóra fræðslumála að hefja nú þegar undirbúning að byggingu nýs fjögurra deilda leikskóla í Suðurbyggð á Selfossi. Undirbúningi verði hagað þannig að leikskólinn verði tekinn í notkun um miðjan ágúst 2007. Reynist ekki unnt að verða við öllum umsóknum um skólavist á leikskóla nú í ágúst frá börnum sem fædd eru 2004 samþykkir bæjarráð að greiða niður, frá og með 1. ágúst 2006, mismun á dagmæðragjaldi og leikskólagjaldi hjá þeim börnum þar til leikskóli við Erlurima tekur til starfa. Bæjarráð felur verkefnisstjóra fræðslumála að gera áætlun um kostnað við hugsanlega niðurgreiðslu.

13. 0605079
Beiðni um aukafjárveitingu vegna leikskólans Álfheima - erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála

Bæjarráð samþykkir erindið, kostnaðarauka kr. 1 milljón verði mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

14. 0605081
Beiðni um fjárheimild til að stækka lóð við Álfheima. - erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála.

Bæjarráð samþykkir erindið, kostnaðarauka kr. 1 milljón verði mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

15. 0605083
Breyting á varamönnum í undirkjörstjórn -

Bæjarráð samþykkir breytingu á kjörstjórn 3, Sigurjóns Bergsson varamaður fer út og inn kemur sem varamaður Gunnar L. Þórðarson, Seljavegi 6, Selfossi.
Einnig samþykkir bæjarráð breytingu á kjörstjórn 4, Jón Karl Haraldsson varamaður fer út og inn kemur sem varamaður Ragnhildur Jónsdóttir Íragerði 9, Stokkseyri.


16. Erindi til kynningar:

 

a) 0605070
Þakkir - umhverfisverðlaun 2006 - frá Skógræktarfélagi Selfoss

b) 0605076
Áskorun af 33. aðalfundi FOSS -

 

c) 0605074
Ályktanir ÍSÍ á 68. íþróttaþingi -

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00

Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Páll Leó Jónsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica